Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hreyfingin síðasta vígi nýfrjálshyggjunar?

Nú er komið fram nýtt fjárlagafrumvarp sem er það erfiðasta sem þing og þjóð hefur staðið frammi fyrir.

Fyrir mánuði eða svo komu fulltrúar úr fjárlaganefnd í viðtal á Sprengisandi á Bylgjunni.  Þar á meðal Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar.

http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=47751

Hinn sjálfumglaði þingmaður átti ekki í vandræðum með að leysa fjárhagsvanda ríkissjóð.  Einfaldlega ætti að selja útlendingum aðgang að öllum okkar náttúruauðlyndum áratugi fram í tímann. 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi þrjú í Hreyfingunni útfæra þessar undarlegu hugmyndir  nú þegar fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram. 

Hvernig mun þessi einkennilegi þinghópur nýfjárslhyggjunnar og markaðsdýrkunar matreiða þennan kokteil undir þeim formerkjum að þau séu einhverjir sérstakir fulltrúar grasrótarinnar og þjóðarinnar?

Þá verður áhugavert að sjá viðbrögð þings og þjóðar við þeim hugmyndum Þórs og félaga að tekjuskattur sé eitthvað sem almenningur má borga en ekki megi leggja slíkan skatt á hagnað fyrirtækja.

Hér á eftir fylgir kafli úr viðtalinu við Þór Saari.  Var einhver að tala um að nýfrjálshyggjan væri dauð?

Það eru til ótal tekjuöflunarleiðir fyrir ríkissjóð sem hægt er að nýta ef að menn vilja.  Ein af þeim er meðal annars sala á aðgangi á auðlindum.  Við erum ný búin að hafhenda hér Kristjáni Loftssyni veiðileyfi á hundrað og eitthvað hvali, sem að kosta stór fé.  Auðvitað á að bjóða þessi veiðileyfi út á alþjóða markaði og leyfa hverjum sem er að kaupa þau og fá þannig tekjur fyrir ríkið.  Það er innbyggt í slíkar markaðslausnir allur kostnaður sem fellur til við þau störf sem verða til á Íslandi.  

Þetta er hægt að gera við allar aflaheimildir.  Það er hægt að bjóða þær út á alþjóða markaði með því fororði að það þurfi að landa öllum afla á Íslandi.  Þannig fást auðvitað tekjur fyrir ríkissjóð.  Það á ekki að vera að útdeila þessu ókeypis.

Það sama á við vatnsaflsvirkjanirnar.  Hér höfum við Kárahnjúkavirkjun sem framleiðir x mörg megavött á ári.  Hvað viljið þið borga fyrir þessa raforku og það á ekki að skilyrða það við eitthvað eitt ákveðið fyrirtæki.  Það á að leyfa mönnum að bjóða í það á alþjóða skala, leyfa mönnum að gera framvirka samninga til nokkurra ára eða áratuga í senn.  En þarna eru komnar leiðir sem má nýta í miklu meira mæli.

Þetta að vera að leggja tekjuskatt til dæmis á fyrirtæki er mjög vafasamur bissniss, ég meina fyrirtæki myndu þá bara fara í fjárfestingar sem þau myndu ekki annars fara í til að sleppa við að greiða skattfé.  Þau geta manipulerað skattinn sem þau þurfa að greiða.  Það er ekkert endilega vænleg leið til að afla tekna  að skattleggja hagnað.  Miklu frekar að skattleggja veltu þeirra með einhverri lágri prósentu og leyfa þeim síðan að nota hagnaðinn eins og þeim sýnist.


Af hverju mega eigendur dagblaða ekki ráða skúrka í stól ritstjóra, ef þeim sýnist svo?

Því er stundum haldið fram og sennilega með réttu, að ef einhver glæpaklíka eignast fjölmiðil þá geti hún ráðið hvaða skúrk sem er í ritstjórastól og það án þess að okkur hinum komi það við. 

Ástandið í þjóðfélaginu hér er þó ekki normalt nú um stundir.  Réttlát reiði býr með þjóðinni. Ekki síst gegn þeim stjórnvöldum sem svo mjög brugðust okkur.

Sennilega á þó enginn einn maður eins mikla sök á því hvernig hér er komið og Davíð Oddson.  Ekki bara með aðgerðum sínum og stundum aðgerðaleysi heldur einnig með þeim gerræðislegu vinnubrögðum sem hafa verið hans einkenni.  Vinnubrögðum sem markvisst braut niður eðlilega gagnrýna þjóðfélagsumræðu.  Óttinn við bláu höndina var svo sannarlega ekki ástæðulaus.

Og er það þá einkamál þeirra sem nú ráða ríkjum hjá Morgunblaðinu að ráða þennan mann sem ritstjóra? 

Ég held ekki. 

Það að þessi maður sé ráðinn ritstjóri þessa rótgróna dagblaðs er hreinlega blaut tuska framan í þjóðina.  Afleiðingin verður að enn styttist í fullkomið siðrof og upplausn meðal þjóðarinnar. 

Davíð getur þannig klárað sitt hálfkláraða verk.


Björgvin G. vælandi og skælandi

Nú er Björgvin G. enn einu sinni vælandi yfir umfjöllun í bloggheimum.

Björgvin þessi þáði fjárstyrki frá glæpaklíkum og tók stöðu með bankabófum gegn þjóðinni í ráðherratíð sinni.  

Þrætti svo fyrir það að hafa fengið þessa styrki og laug því til að einungis nánustu fölskyldumeðlimir hefðu styrkt framboð hans.

Situr svo enn á þingi og þiggur há laun frá þjóðinni sem hann sveik.  

Þykist svo hafa efni á því að væla undan ósanngjarni umræðu gegn sér. 

Í raun ætti hann að segja af sér þingmennsku.  Þingmennsku sem keypt var fyrir fjárframlög auðmanna sem komu þjóðinni á hausinn meðan, ráðherrann þeirra skrifaði upplognar lofgjörðir um þá á heimasíðuna sína.

Nú ríður á að þjóðin standi saman og að ríkisstjórnin njóti stuðnings og trausts.  En hvernig getum við ætlast til þess að ríkisstjórnin geti notið trausts eða stjórnarflokkarnir meðan Björgvin G. er þingflokkformaður Samfylkingarinnar?

 


Þinghópurinn gæfulausi.

Sennilega eiga þingmenn Borgarahreyfingarinnar Íslandsmet í fylgishruni.

Eftir kosningar fóru þau ágætlega af stað og fylgið mældist 9% í júní. Þegar þau fóru í sín pólitísku hrossakaup þá dalaði fylgið nokkuð hratt. Þegar við bættist endalaus hroki og ólýðræðisleg vinnubrögð þá minnkaði fylgið enn meira.

Þegar Margrét Tryggvadóttir fór að dreifa óhróðri um Þráinn Bertelsson þá var trúverðugleikinn nánast enginn.

Þegar þau svo gerðu atlögu að lýðræðinu á landsfundi Borgarahreyfingarinnar þá var allur stuðningur gufaður upp, fyrir utan pínulítinn aðdáendaklúbb sem starfar í anda foringjadýrkunar eða gagnrýnislausrar aðdáunar leiðtogum sínum.

Nú hafa komið tvær skoðanakannanir sem endurspegla þetta fylgishrun og trúnaðarbrest við kjósendur.

Fylgið komið niður undir 3% og Birgitta Jónsdóttir virðist rúin trausti. Sama á eflaust við um hin tvö í þessum gæfulausa þinghópi. Aldrei nokkurn tíman hafa þingmenn notið eins lítils trausts meðal þjóðarinnar. Athyglisvert í ljósi slagorðsins "þjóðin á þing".

Nú hafa þau tekið þá ákvörðun að stofna nýja hreyfingu og það er ágætt. Verra er að við stofnun Hreyfingarinnar svokölluðu hafa þau notað misjöfn meðul. Farið vísvitandi með rangt mál, talað niður til fyrrum félaga sína og þá ekki síst ungmenna og réttlæta þetta svo með því að þau hafi skyldur við kjósendur sína. Kjósendur sem löngu hafa gert upp hug sinn um að þeir vilja ekkert með þessa þrjá þingmenn hafa.


Norski FF

Vonandi heldur ríkisstjórnin velli í Noregi. Það má ekki gerast að Framfaraflokkurinn komist þarna í lykilstöðu.Framfaraflokkurinn er þó þarna með yfir 20% fylgi, svipað og í síðustu kosningum ef ég hef tekið rétt eftir.

Það er í raun stór merkilegt að það skuli geta gerst. Flokkur sem byggir að mestu á lýðskrumi og hræðsluáróðri gegn innflytjendum.Við megum þakka fyrir á meðan við erum laus við svona stjórnmálaflokka.

Þær voru margar kjaftasögurnar sem gengu í tengslum við landsfund Borgarahreyfingarinnar. Ein var sú að Samfylkingin hefði verið með launráð gegn hreyfingunni.  Önnur saga gekk út á að þjóðernishyggjufólk ætlaði sér að yfirtaka flokkinn.

Báðar þessar kjaftasögur reyndust tilhæfulaust slúður. Einn frambjóðandi til stórnar hafði reyndar vakið eftirtekt fyrir útlendingaandúð á blogginu. En þegar ljóst var að tillögur þingmanna næðu ekki fram að ganga þá dró hann framboð sitt til baka.

Framfaraflokkurinn norski á því ekki systurflokk þingi hér og það breyttist ekki eftir landsfund Borgarahreyfingarinnar, sem betur fer.


mbl.is Mjótt á mununum í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgeir byrjar með stæl.

Valgeir Skagfjörð var kjörinn formaður á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar Borgarahreyfingarinnar í gærkvöldi.

Í dag var hann í viðtali á síðdegisútvarpinu á rás 2.  Viðtalið má finna á vef Ríkisútvarpsins. 

Valgeir stimplaði sig sterkt inn sem öflugur og málefnalegur formaður  Borgarahreyfingarinnar.

Á eftir Valgeiri var viðtal við Þór Saari.


Ísland fyrir Íslendinga?

Nú eru umrótatímar í Borgarahreyfingunni og styttist í landsfund.  Þar verður eflaust tekist á um einhver málefni en í grundvöllinn erum við öll sammála um ákveðin grunngildi.

Víða í nágrannalöndunum hafa sprottið upp þjóðernishyggju flokkar sem sækja sér fylgi með því að ala á fordómum og vera með hræðsluáróður gegn innflytjendum.  Nú, eftir að Frjálslyndi flokkurinn datt af þingi, þá hefur enginn slíkur flokkur áhrif á Alþingi Íslendinga. Það er vel.

Í því upplausnar ástandi sem nú ríkir hér á landi er þó alltaf hætta á að upp spretti þjóðernishyggju hópar og reyni að hasla sér völl.  Jafnvel gæti verið hætta á að slík öfl reyndu að hafa áhrif innan raða Borgarahreyfingarinnar, sem gefur sig út fyrir að vera opinn og lýðræðislegur vettvangur.

Við þurfum á komandi landsfundi að taka af allan vafa um að Borgarahreyfingin vill ekki og mun aldrei verða stjórnmálaafl sem gerir út á fordóma af neinu tagi.

Ég varpa hér fram í upphafi spurningunni hvort Ísland eigi að vera fyrir Íslendinga, líkt og gert var í frægri blaðagrein fyrir bráðum þremur árum.  Auðvitað á Ísland að vera fyrir Íslendinga og allt það fólk sem hér vill leggja hönd á plóg við uppbyggingu og endurreisn landsins.


Örfáir einskaklingar?

Nú nýlega hafa sett inn athugasemdir á blogg hjá mér þingmaðurinn Þór Saari og núverandi formaður Borgarahreyfingarinnar Baldvin Jónsson.  Þeir héldu því báðir fram að vandamálið í Borgarahreyfingunni væri óánægja örfárra einstaklinga.  Mér skildist á Þór að hann teldi best að þeir færu bara.

Skoðum þessa fullyrðingu aðeins.  Getur það verið að þetta snúist um óánægju örfárra einstaklinga?

  • Á ágætlega sóttum félagsfundi í byrjun ágúst var borin upp tillaga um traustyfirlýsingu á þinghóp.  Sú tillaga var kolfelld.
  • Vegna óánægju með þinghóp hefur svo stór hluti réttkjörinnar stjórnar sagt af sér að varamenn duga ekki til að fylla í þau sæti.
  • Vegna tölvupósts Margrétar um meinta heilabilun Þráins Bertelssonar lögðu þrír stjórnarmenn það til að Margrét segði af sér. 
  • Fylgi hreyfingarinnar hefur á tveimur mánuðum fallið úr 9% niður í 5,6%, samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

Er hægt að vera fjær kjósendum sínum en þetta að tala um óánægju örfárra manna í þessu sambandi?


Lýðræði og flokksræði?

Aukið lýðræði, hljómar kannski klisjulega.  En engu að síður var það nákvæmlega það sem Borgarahreyfingin vildi gera, auka lýðræði.

Hið undarlega gerðist svo að hvergi hafa sést eins ólýðræðisleg vinnubrögð og innan Borgarahreyfingarinnar.  Aldrei hafa þingmenn nokkurs stjórnmálaflokks með svo markvissum hætti forðast öll samskipti við stjórn og grasrót.

Af hverju?  Jú það virðist einhver illkvittinn þingmaður eða ráðherra hafa laumað að þeim að það væri svokallað flokksræði að ráðfæra sig við stjórn og mæta á félagsfundi.  Það gæti haft þær skelfilegu afleiðingar í för með sér að þingmenn tækju mark á félögum sínum í hreyfingunni og hættu þannig að fara eftir eigin sannfæringu.  Slíkt væri klárt stjórnarskrárbrot.  Lýðræði væri því af hinu vonda því það væri það sama og flokksræði.

Samkvæmt orðabókum þá er flokksræði það þegar einn eða fleiri stjórnmálaflokkar hafa óeðlilega mikil völd. 

Ef þingflokkur hefur óeðlilega mikil völd innan stjórnmálahreyfingar þá er það flokksræði.

Þannig er flokksræði og lýðræði ekki samheiti.  Þvert á móti þá eru þetta andstæður.  Það mætti einhver góðviljaður ráðherra eða þingmaður lauma þessu að þessu annars ágæta fólki. 

Gjáin sem myndast hefur milli þingmanna og almenns félagsmanns í Borgarahreyfingunni á sér nefnilega rót sína í þessum leiða misskilningi.


Þjóðin á þing

Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki með hugsjónir og væntingar um að koma á lýðræðislegum umbótum, réttlátara samfélagi með gagnsæjum vinnubrögðum og umfram allt, heiðarleika að leiðarljósi

Slagorðið “þjóðin á þing” er engin tilviljun. Það var valið vegna þess að vildum að þjóðin fengi rödd inni á Alþingi Íslendinga. Þinghópur hreyfingarinnar var hugsaður sem brú frá grasrótinni þangað inn.

Að okkar mati hefur það mistekist.
Þess í stað hafa hugsjónir, stefna og kraftur hreyfingarinnar týnst í deilum og óánægju á alla kanta.

Við sem undir þetta ritum erum stolt af Borgarahreyfingunni eins og hún var hugsuð. Í stað þess að gefast upp fyrir þeim mistökum sem gerð hafa verið langar okkur að leggja okkar að mörkum til að hreyfingin finni uppruna sinn á ný og að vegur hennar verði sem mestur.

Þess vegna ætlum við að bjóða fram krafta okkar til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.

Við komum fram sem hópur og gerum okkur vonir um að fá stuðning sem slíkur.
Engu að síður bjóðum við okkur hvert og eitt fram til starfsins sem einstaklingar.

Sem hópur höfum við sett saman grunn að stefnu þeirri sem við munum fylgja í störfum okkar og hana má skoða í tengdri skrá.

Við munum kynna stefnuna nánar á næstu dögum og á landsfundi hreyfingarinnar.

Ásthildur Jónsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Andri Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Heiða B. Heiðarsdóttir, Ingifríður Ragna Skúladóttir, Jón Kr. Arnarson, Lilja Skaftadóttir Sigurður Hr. Sigurðsson og Valgeir Skagfjörð. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband