Færsluflokkur: Bílar og akstur

30. des 2009 sorgardagur?

Er 30. desember 2009 sorgardagur í sögu íslensku þjóðarinnar?

Ég held ekki og í raun skiptir sá dagur ekki sköpum í Íslandssögunni.

Sorgardagurinn er 19. október 2002 en þann dag afhenti Davíð Oddson vafasömum félögum sínum Landsbankann og kom skjaldsveini sínum í bankaráð.  Kaupverðið var 12,3 milljarðar, sem reyndar hafa aldrei verið greiddir. 

Hinn raunverulegi skúrkur dagsins er því ekki Steingrímur J. Sigfússon.  Hann heitir Davíð Oddson.  Í því ljósi er málflutningur stjórnarandstöðunnar í dag hál hjákátlegur.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Birgitta

Nú í morgun var Alþingi að samþykkja heimild til samninga um byggingu álvers í Helguvík. Ekki liggur fyrir hvaðan orkan á að koma.

Rammaáætlun er heldur ekki lokið en það er sammerkt með báðum stjórnarflokkunum að í þeirra stefnu er gert ráð fyrir að Alþingi samþykki Rammaáætlun áður en farið verði í frekari stóriðjuframkvæmdir. Enginn þingmaður VG eða Samfylkingar greiddu þó atkvæði gegn álverinu.

Þá greiddi Margrét Tryggvadóttir atkvæði með frumvarpinu og hefur þannig snúist í 180° í enn einu málinu.  Þór Saari sat hjá. Birgitta Jónsdóttir var eini þingmaðurinn sem sagði nei og á heiður skilið.

Ég kaus VG í sennilega tvennum kosningum af því að ég trúði því að þeir vildu starfa eins og siðað fólk í nýtingu náttúruauðlinda.  Einnig trúði ég því að flokkurinn vildi taka stöðu með heimilum og fjölskyldum í landinu.  Hvorutveggja hefur reynst rangt.


 


mbl.is Pétur hrósaði ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpur og refsing.

Nú hafa einhverjir strákar úr gamla Kaupþingi verið dæmdir í 8 mánaða fangelsi.

Glæpir þeirra voru þó frekar lítilfjörlegir miðað við þá sem komu þjóðinni á hausinn.

Hver eftirfarandi glæpamanna ætli hljóti þyngstan dóm?

Davíð Oddson

Jón Ásgeir Jóhannesson

Björgvin G. Sigurðsson

Björgúlfur Thor Björgúlfsson

Ólafur Ólafsson

Halldór Ásgrímsson.


Borgarahreyfingin og lýðræðið

Borgarahreyfingin þarf meðal annars að gera tvennt að mínu mati:

1.  Að stefna af því að verða jafn lýðræðislegt afl og aðrar stjórnmálahreyfingar.  Efla vægi stjórnar, starfshópa og félagsfunda í ákvarðanatöku og afstöðu hreyfingarinnar til einstakra mála.

2.  Þegar markmiði eitt er náð þá þarf Borgarahreyfingin að verða lýðræðislegri en aðrar stjórnmálahreyfingar.   Fundað verði reglulega með þingmönnum, stjórn og málefnahópum og afstaða til einstakra mála rædd.  Allir þeir sem þess óska geti mætt á slíka fundi með málfrelsi og tillögurétt.


Hvað hefur Samfylkingin að fela?

Svo virðist vera sem ákveðin öfl innan Samfylkingar reyni allt til að koma í veg fyrir eðlilega rannsókn á bankahruninu.  Frægt var þegar Björgvin G. "setti niður hælana í haust" og kom í vef fyrir að sérstakur saksóknari gæti fengið gögn úr bönkunum til að rannsaka hrunið. 

Í vor kom svo Eva Joly í Kastljósið og talaði um að það væri ekki eining innan ríkisstjórnarinnar um rannsóknina.  Engum duldist að hún var að tala um Samfylkinguna í því sambandi.  Allar götu síðan hafa aðilar innan Samfylkingar reynt að draga úr trúverðugleika Evu Joly og nú síðast þeir Hrannar, aðstoðarmaður Jóhönnu, og svo Jón Ingi Cæsarsson sem er formaður Samfylkingarinnar á Akureyri.

Reynar er þáttur Björgvins G. alveg sér á báti í þessu máli öllu saman.  Hann tók afstöðu með glæpamafíum í sínu starfi sem viðskiptaráðherra og vann að hagsmunagæslu fyrir bankabófa.  Þáði fyrir vikið greiðslur í kosningarsjóð sinn.  Laug því svo opinberlega að hann hefði aldrei fengið slíkar greiðslur.  Þetta er svo maðurinn sem Samfylkingin kýs sem formann þingflokks síns.

Stundum er talað um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með spillingu komið þjóðinni í koll.  En vantar ekki klárlega Samfylkinguna í þá upptalningu?


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil er ábyrgð útrásarvíkinga og spilltra stjórnmálamanna.

Svo virðist sem allar lánalínur séu að lokast.  Það á að þvinga okkur til að taka á okkur hundruð milljarða skulda útrásarvíkinganna í viðbót við það sem þegar hefur fallið á þjóðina vegna glæpastarfsemi þessara manna.

Enn eru víkingarnir í viðskipum, enn eru þeir að svíkja og pretta.  Enn eru þeir að koma peningum undan.  Og sennilega munu þeir kæra mig fyrir þetta blogg því sannleikurinn er eitur í þeirra beinum.  Hvernig geta menn verið svona samviskulausir drullusokkar eins og Björgólfur Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Ólafur Ólafsson og hvað þeir heita nú allir þessir glæpahundar?

Svo má ekki gleyma þætti stjórnmálaflokkanna.  Oftast er réttilega bent á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem handvöldu sína bófa og afhentu þeim bankanna.  Samfylkingin sömu leiðis varði þessa glæpamenn fram í rauðan dauðann.  Allir þessir flokkar þáðu umtalsverðar upphæðir í flokksjóði frá glæpamönnunum og enn stærri upphæðir fóru inn á einkareikninga einstakra frambjóðenda.  Enn situr fólk á þingi sem þáði beinar greiðslur frá bankabófunum og héldu í staðinn uppi vörnum fyrir þá og gegn þjóðinni. 

Ekki skrítið þó að það geti fokið dálítið í mann.


mbl.is Formleg niðurstaða um frestun endurskoðunar AGS ekki komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar fer vel af stað

Það hafa verið kaldar kveðjurnar sem heimilin í landinu hafa fengið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.  Meðan ríkisstjórnin er ýmist í helgarfríi eða að þrasa um ESB þá eykst vandi heimilanna dag frá degi.

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar fer vel af stað og virðist ætla að veita ríkisstjórninni aðhald.  Bæði með skrifum einstaklinga í hópnum og eins með sameiginlegum yfirlýsingum.  Meðan ríkisstjórnin er í sínum fílabeinsturni þá á þjóðin fulltrúa á þingi.  Eða öllu heldur, koma til með að eiga fulltrúa á þingi þegar ríkisstjórninni þóknast að kalla þing saman.

 


mbl.is Furða sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð kjörsókn kemur sér vel fyrir Borgarahrefyinguna

Eða það held ég að minnsta kosti Smile
mbl.is Kjörsókn áfram góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er einfaldlega ekki að standa sig.

Eitt það mikilvægasta í krísustjórnun er að upplýsa um stöðu mála.  Tala opinskátt og eyða tortryggni.  Þarna hefur ríkisstjórnin gjörsamlega klikkað.  Þjóðin fær ekkert að vita.

Þjóðina á þing.

XO


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin G hefur þá logið á Borgarafundinum í janúar.

Í lok janúar var haldinn borgarafundur á Hótel Selfossi.  Þar var í pallporði Björgvin G. Sigurðsson.  Ég fékk að standa upp og spyrja hann þeirrar spurningar hvort hann hefði þegið styrki frá Baugi í sinni prófkjörsbaráttu.  Björgvin fullyrti að svo væri ekki og hann hefði einungis fengið styrki frá sinni nánustu fjölskyldu.  Nú er komið á daginn að hann sagði þarna ósatt.
mbl.is Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband