Á morgun er dagurinn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt þjóð sína í glötun með því að taka hagsmuni auðjöfra fram yfir hagsmuni almennings. Davíð Oddson byggði hér upp kerfi sem nærðist á spillingu. Auðæfi voru færð til fjárglæframanna sem létu ekki nægja að sólunda eigum okkar heldur hrifsuðu meira og meira til sín undir verndarvæg flokksins. Þeir eyddu ekki bara þeim peningum sem Sjálfstæðisflokkurinn færði þeim á silfur fati heldur skuldsettu auk þess þjóðina áratugi fram í tímann.  Nú er komið á daginn að þessir svokölluðu útrásarvíkingar báru fé á flokka til að komast upp með myrkraverk sín. Reyndar ekki bara á Sjálfstæðisflokkinn heldur einnig á Framsókn og Samfylkingu svo Sjálfstæðisflokkurinn hefði betra næði til að ausa auðæfum til sinna manna og auka ójöfnuð í þjóðfélaginu.

Á 18 árum hefur verið búið til þjóðfélag misskiptingar. Þjófélag þar sem stefnir í meiri efnahagsþrengingar en við höfum séð frá því fyrir stríð. Þjóðfélag þar sem flokkar "eiga" stöður og hafa komið sínu fólki í störf og embætti. Kerfi þar sem flokksgæðingum er hyglað á kostnað almennra borgara.

Á morgun er dagurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn fær makleg málagjöld.
 Snúum við blaðinu.  X-O 
mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að vita til þess að enn er til fólk sem er tilbúið að halda baráttunni áfram, gefst ekki upp gagnvart meintu ofurefli fjórflokkakerfisins og dembir sér í slaginn.  Áfram Jonni!

Guðríður Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband