Mikil er ábyrgð útrásarvíkinga og spilltra stjórnmálamanna.

Svo virðist sem allar lánalínur séu að lokast.  Það á að þvinga okkur til að taka á okkur hundruð milljarða skulda útrásarvíkinganna í viðbót við það sem þegar hefur fallið á þjóðina vegna glæpastarfsemi þessara manna.

Enn eru víkingarnir í viðskipum, enn eru þeir að svíkja og pretta.  Enn eru þeir að koma peningum undan.  Og sennilega munu þeir kæra mig fyrir þetta blogg því sannleikurinn er eitur í þeirra beinum.  Hvernig geta menn verið svona samviskulausir drullusokkar eins og Björgólfur Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Ólafur Ólafsson og hvað þeir heita nú allir þessir glæpahundar?

Svo má ekki gleyma þætti stjórnmálaflokkanna.  Oftast er réttilega bent á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem handvöldu sína bófa og afhentu þeim bankanna.  Samfylkingin sömu leiðis varði þessa glæpamenn fram í rauðan dauðann.  Allir þessir flokkar þáðu umtalsverðar upphæðir í flokksjóði frá glæpamönnunum og enn stærri upphæðir fóru inn á einkareikninga einstakra frambjóðenda.  Enn situr fólk á þingi sem þáði beinar greiðslur frá bankabófunum og héldu í staðinn uppi vörnum fyrir þá og gegn þjóðinni. 

Ekki skrítið þó að það geti fokið dálítið í mann.


mbl.is Formleg niðurstaða um frestun endurskoðunar AGS ekki komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Jón, ætli við farum ekki að finna verulega fyrir kreppunni núna ?

Lilja Skaftadóttir, 30.7.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Maður óttast það.  En það sem ég hef verið að pæla er þetta.  Eða kannski ég skrifi bara blogg um það :).

Jón Kristófer Arnarson, 31.7.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband