Borgarahreyfingin uppi á borði.

Málefni Borgarahreyfingarinnar hafa verið mikið til umræðu í fjölmiðlum en þó ekki síður í bloggheimi, athugasemdakerfum vefsíðna og Facebook, svo einhverjir staðir séu nefndir.  Þetta hefur verð á tíðum heit og óvægin umræða.  Sumt í skjóli nafnleyndar en einnig hafa ýmsir þingmenn, stjórnarmenn og félagar í hreyfingunni tjáð sig opinskátt undir nafni.

Það má spyrja sig hvort rétt hafi verið að hafa umræður um innri málefni Borgarahreyfingarinnar svona opnar, þó vissulega sé það í samræmi við "upp á borðið" kenninguna.  Sjálfur hef ég skvett ýmsu á netið, þar sem ég sitt einn í sveitinni og pirra mig yfir hlutunum og sumt hefði eflaust þar betur verið ósagt eða óskrifað öllu heldur.  En þá er rétt að hafa í huga að það hafa verið gerðar tilraunir til að ræða þetta á vettvangi hreyfingarinnar en þar hafa ýmsir lykilaðilar fengið skróp í kladdann og því lítið komið út úr "gagnlausum" fundum.  Meðan svo er þá er netið sennilega eini vettvangurinn til nauðsynlegra skoðanaskipta.  Í mínum huga eru þó opnir félagsfundir, þar sem fólk mætir og getur talað saman augliti til auglitis, besti vettvangurinn.  En þá þurfa þeir sem málið varða að sjá sér fært á að mæta.

Í síðustu viku var haldinn félagsfundur innan Borgarahreyfingarinnar.  Það var mjög góður fundur og þrátt fyrir misjafnar skoðanir og á stundum heitar umræður þá ríkti góður andi á fundinum og ég gat ekki betur séð en allir færu nokkuð sáttir út í nóttina.

Ég tel að það sé hægt að leysa ágreiningsefnin innan hreyfingarinnar og einnig að félagsfundir séu best til þess fallnir.  Þó að því gefnu að þingmenn fari að sjá sér fært að mæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband