Komst skríllinn inn í Alþingishúsið?

Svo virðist vera ef marka má þessa frétt.
mbl.is Mótmælt við Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Þórisson

Næstum ekkert í þessari frétt er rétt og allt ónákvæmt. Þetta voru ráðherrar en víst eru þeir Þingmenn líka.

Það kom til stympinga þegar lögrleglan ýtti mótmælendum til hliðar svo ráðherrar kæmust inn. Aðrir laumuðust inn bakdyramegin. Rauða málningin sem var slett á Utanríkisráðneytið og Stjórnarráðið var vatnsmálning og matarlitur sem skolaðist af með vatni. Það voru tákrænar aðgerðir vegna fjöldamorða á Gaza. En bíddu rautt eru þetta ekki örugglega kommúnistar og skríll.

Björgvin G. Sigurðsson kom fyrstur, enginn lögregla var þá á svæðinu og hann snautaðist aftur inn í bíl. Enn og aftur tókst að seinka fundinum og þeir minntir á að meirihluti þjóðarinnar vill að þeir fari frá. Mbl hefur breytt vinnubrögðum sínum. Þeir eru hættir að taka upp myndir svo fólk sjái sjálft hvað er að gerast. Nú flytja þeir bara afbakaðar fréttir og birta gamlar ljósmyndir með. Stefnan sést í leiðaranum í gær. Er nema von að blaðið sé á hausnum.

Ingvar Þórisson, 13.1.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

En það er samt rétt að þeir komust inn á endanum er það ekki, ráðherrarnir?

Jón Kristófer Arnarson, 13.1.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Mér sýnist nú skríllinn bara lifa fínu lífi hérna á Moggablogginu...

Þórir Hrafn Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 10:44

4 identicon

Jú, skríllinn komst inn, þökk sé lögreglunni sem virðist þyggja laun frá honum. En vona bara að á þriðjudaginn sjái skríllinn að sér og sleppi því að mæta.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 10:48

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Lögreglan virðist nota gasið full sparlega....

Svo er spurning hvort þeir sem mest höfðu sig frammi, verði nafngreindir, s.br. aðra mótmælendur sem nafngreindir voru eftir gamlársdag.

Annars sá ég einn þarna, sem hafði sig líka mest frammi í mótmælum vörubílstjóra, leita menn hasarinn uppi eða hvað ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 13.1.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er skríllinn ekki flesta daga að athafna sig inni í Alþingishúsinu?

Árni Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 00:03

7 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Árni:

Ef við gefum okkur það, að þú hafir kosið í síðustu kosningum og þarmeð gefið þitt umboð til "skrílsins í Alþingishúsinu". Á eins lýðræðislegan hátt og hægt er, það er að segja að meirihluti ræður og þar frameftir götunum.

Hvaða umboð hefur skríllinn sem er fyrir utan Alþingishúsið að brjóta rúður og kítast við lögregluna ?

Ekki hafa þeir umboð frá mér, og ekki heldur umboð stærsta hluta þjóðarinnar. Enda útilokað um það að segja, þar sem að ekki hefur verið kosið um þeirra aðgerðir.

Og að segja að þetta sé "í nafni þjóðarinnar" er álíka lélegur brandari og að segja að þetta sé "í nafni Allah" eða guðs ef útí það er farið. Þar sem umboðið klárlega er ekki fyrir hendi.

Hinsvegar getum við sagt að "skríllinn á Alþingi" sé í nafni þjóðarinnar, vegna þess að þjóðin gaf þessu fólki umboð, hvort sem okkur líkar betur eða verr núna.

Og þeir sem ætla að firra sig ábyrgð, og segja að þeir hafi skilað auðu, hafa ef til vill þyngstu birgðarnar að bera, vegna þess að með því er verið að segja að fólki sé sama hver er. Fyrirutan, að þeir sem skila auðu geta jú alltaf sagt ef á móti blæs "Þetta er ekki í mínu nafni, ég kaus þetta ekki", alveg sama hvaða flokkur á í hlut.

Pakkið sem brýtur rúður, eyðileggur eignir annarra og þar frameftir götunum er ekki að gera það í mínu umboði, og þá breytir þar engu um, hvort um er að ræða hettuklæddan skríl, eða glamúr klædda útrásarmenn.

Brot útrásarvíkinganna, réttlæta ekki brot annara.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband