Sigmundur er ágætur en.....

Sigmundur Davíð er trúverðugur stjórnmálamaður og eflaust ágætur framtíðarleiðtogi Framsóknarflokksins.  En það dugir ekki til að endurheimta trúverðugleika flokksins. 

Það eru þrír stjórnmálaflokkar sem einfaldlega klikkuðu og komu okkur í alvarlega krísu hér á landi.  Blönduðu saman flokkshagsmunum og þröngum hagsmunum einstakra stórfyrirtækja sem styrktu flokkana og frambjóðendur með rausnarlegum fjárframlögum.  Einn þessara flokka er Framsóknarflokkurinn.   Stundum er sagt að í kosningum séu verk lögð í dóm kjósenda.  Sá dómur getur einfaldlega ekki verið hagstæður fyrir Framsóknarflokkinn.

Einn þessara þriggja spillingar flokka ætlar þó að koma þokkalega út úr þessum kosningum en það er Samfylkingin.  Sennilegasta sýringin er sú að Jóhanna nýtur trausts og svo binda margir vonir við Evrópusambandið.  Ég treysti mér samt ekki til að styðja Samfylkinguna eftir það sem á undan er gengið.  Er reyndar í framboði fyrir Borgarahreyfinguna og afar sæll með það hlutskipiti.

Borgarahreyfingin er svo sannarlega óspilltur flokkur og með virkilega flotta frambjóðendur í efstu sætum.  Flokkurinn vill sækja um aðild að ESB án þess að taka þó afstöðu til þess hvort við eigum að ganga í bandalagið eða ekki.  Enda er það seinni tíma mál.


mbl.is Mikilvægustu kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Grasrótin í Framsókn gerði uppreisn í janúar og kaus Sigmund Davíð sem formann. Við erum með 5 nýja forystumenn á okkar listum og endurnýjum þingflokkinn nánast algerlega.

Það er endurnýjun á borði, ekki bara í orði.

Gestur Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband