Norski FF

Vonandi heldur ríkisstjórnin velli í Noregi. Það má ekki gerast að Framfaraflokkurinn komist þarna í lykilstöðu.Framfaraflokkurinn er þó þarna með yfir 20% fylgi, svipað og í síðustu kosningum ef ég hef tekið rétt eftir.

Það er í raun stór merkilegt að það skuli geta gerst. Flokkur sem byggir að mestu á lýðskrumi og hræðsluáróðri gegn innflytjendum.Við megum þakka fyrir á meðan við erum laus við svona stjórnmálaflokka.

Þær voru margar kjaftasögurnar sem gengu í tengslum við landsfund Borgarahreyfingarinnar. Ein var sú að Samfylkingin hefði verið með launráð gegn hreyfingunni.  Önnur saga gekk út á að þjóðernishyggjufólk ætlaði sér að yfirtaka flokkinn.

Báðar þessar kjaftasögur reyndust tilhæfulaust slúður. Einn frambjóðandi til stórnar hafði reyndar vakið eftirtekt fyrir útlendingaandúð á blogginu. En þegar ljóst var að tillögur þingmanna næðu ekki fram að ganga þá dró hann framboð sitt til baka.

Framfaraflokkurinn norski á því ekki systurflokk þingi hér og það breyttist ekki eftir landsfund Borgarahreyfingarinnar, sem betur fer.


mbl.is Mjótt á mununum í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Jónsson

Það er vissulega áhyggjuefni að slíkur öfgaflokkur eins og FRP skuli sífellt bæta við sig þingmönnum. Jafnslæmt er að aðrir flokkar skuli sjá sér fært að starfa með þessari flokksómynd.

Sömu sögu er raunar að segja á Íslandi, enginn flokkur neitaði samstarfi með Frjálslyndum á sínum tíma og það er forkastanlegt að formaður þessa flokks skuli ráðinn til sérstakra verkefna í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Ég benti á það í síðustu grein minni, á vefsvæði mínu, að einangrunarsinnar reyna með markvissum hætti að taka yfir stærri hreyfingar. Það hefur gerst með Borgarahreyfinguna t.d. þó svo að ekkert bendi til þess að þjóðernissinnar hafi reynt yfirtöku.

Hvaða frambjóðandi ykkar vakti annars athygli fyrir útlendingaandúð?

Kjartan Jónsson, 14.9.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Hann heitir Högni Sigurjónsson og er einn helsti stuðningsmaður þinghópsins. 

Æðir nú um netheima með allskonar dólgshætti.  Ekki þó gegn Litháum í þetta skiptið heldur félögum sínum í Borgarahreyfingunni.

Jón Kristófer Arnarson, 15.9.2009 kl. 07:30

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er engin útlendingaandúð í Högna, og hvergi hef ég tekið eftir þess háttar skrifum hans.  Mér þykir þetta vera alverleg ásökun á góðan mann.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.9.2009 kl. 09:20

4 identicon

Hvað er að ykkur ?? Eruð þið alveg heiladauðir!! Hvernig haldið þið að norðurlöndin verði eftir nokkur ár ef þessu fer ekki linna. Ég segi bara stopp !! það er komið mikið meira en nóg af þessu fólki. þetta fallega land Noregur er allt að fyllast af aröbum og fólki frá Afríku sem hafa ekkert þar að gera nema lifa á kerfinu og verða sér og oðrum til  vandræða, hvað er hægt að segja um Danmörk og Svíþjóð, lönd sem eru nú orðin hálf ónýt eftir endalausa fólksflutninga frá þríðjaheimsríkjunum. Verstu rasistarnir eru menn eins og þið !! Berið enga virðingu fyrir forféður ykkar, fólkið í kringum ykkur, sjálfan ykkur eða fólki af germönskum uppruna(hvítt fólk) sem hafa byggt upp evrópu eins það er í dag og þar sem þið búið og njótið. það eru ansi margir komnir með alveg upp í kok af þessari sjálfshaturs stefnu Vinstri öfgamanna !!! Menn eins og þið eruð ekki þess virði að eyða tíma né skrif í, en maður getur ekki alltaf bara setið hjá og látið öfgamenn eins og ykkur vera með áróður geng norænufólki, fólki sem vill halda í sínar hefðir og sínn kynstofn.

Ég gef skít í ykkur herramenn  !!

Kv Geir

Geir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 09:40

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Jón, ég hef ekki farið um með nein dólgshátt heldur verið mest í því að leiðrétta bull og segja fólki frá hvernig þú og nokkrir félagar þínir í stjórn Borgarahreyfingarinnar mistuð stjórn á geðheilsu ykkar á landsfundinum, annað hefur það nú ekki verið og vona bara að þið hafið leytað ykkur aðstoðar.

Varðandi útlendinga þá á ég marga vini af erlendu bergi og allt gott fólk og víða að úr heiminum, þau gera ekkert annað en að auka víðsýni mína og lífsgæði, ég hef kinnst mörgum Litháum og Pólverjum sem hafa komið hingað og þá er ég ekki að tala um að hafa hitt einn eða séð til eins við vinnu heldur bæði unnið með og haft í vinnu og marg talaði um að það þyrftu að vera einhverjar reglur til um hvernig við tækjum á móti fólkinu en ekki að "ausa" því inní landið og leyfa því svo að einangrast í friði heldur ættum við að hjálpa þeim inní samfélagið okkar án þes að ætlast til þess að þau leggðu sínar hefðir af, ég hef haft mjög gaman og gott af að kynnast þeirra hefðum, en stór eða eiginlega flestir Litháar og Pólverjar sem hafa komið hingað án fjölskyldna eða hafa ekki verið að senda nánast alla sína peninga heim til að halda þar uppi fjölskyldum hafa lent í fangelsi hér og oftar en ekki fyrir stóra glæpi sumir eru enn og aðrir hafa verið sendir heim, af þeim rúmlega 60 sem ég kynntist hafa 3 verið sendir heim eftir að hafa brotið alvarlega af sér hér og þá komið í ljós að heima beið þeirra fangelsi fyrir enn alvarlegri brot 5 eru í eða nýbúnir að afplána fangelsisvist 8 eru meira og minna í yfirheyrslum á ca. tveggja vikna fresti.

Ég hef líka marg sagt eftir að ég kynntist þessu fólki að við tökum ílla á móti þeim útlendingum sem vilja koma og vinna og búa með okkur, mjög ílla. Þó svo að ég vilji að við höfum reglur um hverjir koma og svo einhverjar skyldur okkar til þess að þeim líði vel með okkur þá er langt frá því að ég sé útlendingahatari.

Ég er ekki þar með að segja að Íslendingar brjóti ekki af sér hér eða annarsstaðar heldur erum við að sjá verulega breytt munstur á afbrotum og ekki síður að með einföldum reglum hefði verið hægt að koma í veg fyrir að margdæmdir afbrotamenn kæmu hér og í staðin fengið fjölskyldufólk til okkar og inní okkar samfélag, við höfum bara ekkert nema gott af því að fá til okkar fólk með önnur sjónarmið.

Eitt enn ég var einmitt að skemmta mér fyrir um þremur vikum með félaga mín ásamt 8 Pólverjum og hafði af því mjög gaman og gagn ekki síður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.9.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Það sem ég kalla dólgshátt er þegar þú ert að væna þá um "að ganga ekki heilir til skógar" sem þér er ekki að skapi.

Þá kalla ég það útlendingaandúð það sem þú skrifar til dæmis hér:

http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/459458/

Jón Kristófer Arnarson, 15.9.2009 kl. 18:04

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,Snorri!!! Ég þekki líka þó nokkra Litháa, heim með þá alla."

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 21:18

,,Ókey kannski ekki alla, alla nema....... jú alla.

Það tekur um það bil eina mannsæfi fyrir fólk frá Eystrasaltsríkjunum að komast inní vestrænann hugsunnarhátt eftir þá kúgun sem þau hafa lifað við, það fólk sem er yfir 30 ára þekkir ekki annað en að ljúga, svíkja og pretta því miður því að þetta er duglegt fólk og hefur þurft að bjarga sér, það eru að mestu leyti einstaklingar hér sem hafa lent úti á kannti því að undannfarinn áratug hefur verið uppgangur heima hjá þeim."

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 23:29

Er þetta að halda fyrir þér vöku Jón   ég get sagt þér að flestir þeirra Litháa sem ég kynntist eru farnir heim, reyndar varð rjóminn eftir sem betur fer, en þeir sem eru farnir fóru nú nokkrir í lögreglufylgd og ég held að einn þeirra sé enn á Hrauninu, þá veistu svona nokkurn vegin hvað varð um þá Litháa sem ég kynntist. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.9.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband