Þinghópurinn gæfulausi.

Sennilega eiga þingmenn Borgarahreyfingarinnar Íslandsmet í fylgishruni.

Eftir kosningar fóru þau ágætlega af stað og fylgið mældist 9% í júní. Þegar þau fóru í sín pólitísku hrossakaup þá dalaði fylgið nokkuð hratt. Þegar við bættist endalaus hroki og ólýðræðisleg vinnubrögð þá minnkaði fylgið enn meira.

Þegar Margrét Tryggvadóttir fór að dreifa óhróðri um Þráinn Bertelsson þá var trúverðugleikinn nánast enginn.

Þegar þau svo gerðu atlögu að lýðræðinu á landsfundi Borgarahreyfingarinnar þá var allur stuðningur gufaður upp, fyrir utan pínulítinn aðdáendaklúbb sem starfar í anda foringjadýrkunar eða gagnrýnislausrar aðdáunar leiðtogum sínum.

Nú hafa komið tvær skoðanakannanir sem endurspegla þetta fylgishrun og trúnaðarbrest við kjósendur.

Fylgið komið niður undir 3% og Birgitta Jónsdóttir virðist rúin trausti. Sama á eflaust við um hin tvö í þessum gæfulausa þinghópi. Aldrei nokkurn tíman hafa þingmenn notið eins lítils trausts meðal þjóðarinnar. Athyglisvert í ljósi slagorðsins "þjóðin á þing".

Nú hafa þau tekið þá ákvörðun að stofna nýja hreyfingu og það er ágætt. Verra er að við stofnun Hreyfingarinnar svokölluðu hafa þau notað misjöfn meðul. Farið vísvitandi með rangt mál, talað niður til fyrrum félaga sína og þá ekki síst ungmenna og réttlæta þetta svo með því að þau hafi skyldur við kjósendur sína. Kjósendur sem löngu hafa gert upp hug sinn um að þeir vilja ekkert með þessa þrjá þingmenn hafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég horfði líka á viðtal við Þór Saari á Stöð 2 þar sem hann af lítillæti sínu eignaði sér alla 13.500 (something) kjósendur BH.  Alveg eins og þeir hefðu allir kosið hann persónulega til þingsetu.

Þvílíkur hroki.

En alveg í anda þessa hóps.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Já, og hafa ber í huga að þrátt fyrir að persónukjör sé eitt af baráttumálum okkar, var það ekki viðhaft í síðustu kosningum og hann á því ekki nein atkvæði.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 18.9.2009 kl. 23:51

3 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Það sem mér finnst eiginlega svolítið fyndið er þetta tal þeirra um skyldur sínar við kjósendur.  Kjósendur sem ákkúrat ekkert vilja af þeim vita.  Fatta þau virkilega ekki sjálf hvað þau eru gjörsamlega rúin trausti?  Hafa þau ekki séð þessar nýju skoðanakannanir sem sýna að svo er?

En á morgun ætla ég ekki að pæla meira í þeim.  Nú þarf að byggja upp Borgarahreyfinguna.  Það ætti að vera léttara verk núna eftir að þessir ótrúverðugustu pólitíkusar landsins eru komnir í sér hreyfingu.

Hreyfinginn er reyndar dáldið skemmtilega glatað nafn.

Jón Kristófer Arnarson, 19.9.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Smáborgarahreyfingin finnst mér eiginlega betra nafn á svona fólk!

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 19.9.2009 kl. 00:06

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Ja Ja svona er þetta bara

Árni Björn Guðjónsson, 19.9.2009 kl. 09:05

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Einmitt Árni...Jaja svona er þetta bara :)

Og við tökum okkur helgina til að fussa og sveia....svo spýtum við í lófana og förum að vinna fyrir BORGARAhreyfinguna.

Okkur í stjórninna hlakkar til

Heiða B. Heiðars, 19.9.2009 kl. 13:01

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

stjórninnI auðvitað....

Heiða B. Heiðars, 19.9.2009 kl. 13:02

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Af því að þú fórst að leiðrétta þetta á þá ekki að segja ,,við í stjórninni hlökkum til,, annars hefur þetta alltaf þvælst bæði fyrir mér og mörgum öðrum.

Er það ekki ég hlakka til

Við hlökkum til

Þau hlakka til........eða hvað ég er ekki viss.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 14:20

9 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Er það vegna tungumálsins sem þér er svona illa við innflytjendur Högni?

Jón Kristófer Arnarson, 19.9.2009 kl. 16:51

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Það væri fróðlegt að fá skoðannakönnun í dag um fylgisstöðu þremenninganna, og þá aftur fylgi BH.

Þar erum við væntanlega að tala um verulega drastískt fylgishrun hjá þingfólkinu..

hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 17:55

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei Jón mér er alls ekki ílla við innflytjendur, alls ekki, hef aftur á móti bennt á hvernig færi og svo get ég núna bennt á hvernig fór af því aðð við tókum ílla á móti erlendu fólki sem vildi koma til okkar, en þú getur spurt fólk mágkona mín er frá Litháen og á einn uppkominn son frá fyrra hjónabandi og stjúpmóðir mín er Dönsk kona vinnumanns míns er frá Sviss og var með vinnumann frá Bólivíu, tveir félagar mínir eru í sambúð með Thailenskum konum og stjúpi bjó sín síðustu ár með Thailenskri konu.

Viltu símanúmerin þeirra til að spyrja hvernig ég kem Fram við þau og hvernig ég tala um innflytjendur?

Ég set þetta hér með Jón því að þetta er eitthvað að trufla þig og gleymdu ekki að ég var að tala af reynslu en ekki að dæma fyrirfram og athugaðu líka hvernig fór, líklega eingöngu af því að við höfðum ekki reglur.

,,Snorri!!! Ég þekki líka þó nokkra Litháa, heim með þá alla."

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 21:18

,,Ókey kannski ekki alla, alla nema....... jú alla.

Það tekur um það bil eina mannsæfi fyrir fólk frá Eystrasaltsríkjunum að komast inní vestrænann hugsunnarhátt eftir þá kúgun sem þau hafa lifað við, það fólk sem er yfir 30 ára þekkir ekki annað en að ljúga, svíkja og pretta því miður því að þetta er duglegt fólk og hefur þurft að bjarga sér, það eru að mestu leyti einstaklingar hér sem hafa lent úti á kannti því að undannfarinn áratug hefur verið uppgangur heima hjá þeim."

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 23:29

Er þetta að halda fyrir þér vöku Jón   ég get sagt þér að flestir þeirra Litháa sem ég kynntist eru farnir heim, reyndar varð rjóminn eftir sem betur fer, en þeir sem eru farnir fóru nú nokkrir í lögreglufylgd og ég held að einn þeirra sé enn á Hrauninu, þá veistu svona nokkurn vegin hvað varð um þá Litháa sem ég kynntist. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 18:54

12 identicon

Sælir drengir. 

Högni, þú átt mágkonu frá Litháen.  Ertu búinn að segja henni að þú viljir að hún flytji heim ásamt öllum öðrum löndum hennar?  Nú veit ég ekki hvort hún er komin yfir þrítugt.  Ef svo er, ertu þá búinn að segja henni að þú teljir að hún þekki ekki annað en að ljúga, svíkja og pretta?  

Ég vek athygli þína á því að þetta eru þín orð.

Sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:05

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heyrðu Sigurður hún var alveg sammála mér, að í fyrsta lagi ættum við ekki að hleypa hverjum sem væri hingað og sagði mér að þá þegar væru hér nokkrir glæpamenn að heimann sem væru eftirlýstir og að við ættum frekar að fá til okkar fjölskyldufólk, með einhverjum reglum og hún minntist líka á heilbriggðisvottorð sem ég sá svo seinna hvað þýddi og svo auðvitað að taka betur á móti þeim og styðja þau út í lífið hér. 

Heyrðu Sigurður þetta reyndist rétt því að tveir af þeim sem voru að vinna hjá mér voru sendir heim og annar þeirra með lögreglufylgd en ég man ekki hvort það voru 3 eða 4 ár á milli þessara atvika hann gerðist "innflytjandi", vinir þess sem fyr fór lyntu ekki látum við lögreglu og útlendingaeftirlit fyr hann var sendur heim, hann hafði fengið lánað hjá einum þeirra og sendi svo annan með greiðsluna, en þeim hafði sinnast og ekki minnst fyrir það að sá sem var sendur heim hafði farið út á verkalýðsskrifstofu til að kinna sér réttindi sín, að okkar ráði og þegar hann kom til baka og sagði þeim að hann vildi ekki fara með þeim í svörtu vinnuna eftir vinnu heldur vera í sinni vinnu og njóta réttindanna eins og t.d. rauðu daganna, slysabóta, orlofs og fleira, en við það töldu félagar hans að hann hefi gengið launagreiðendum á hönd og útskúfuðu hann og sá sem tók við greiðslunni þrætti fyrir að hafa tekið við henni.

Sigurður, ég kann margar svona en ég er að segja að fyrst og fremmst tókum við ílla á móti innflytjendum bæði með því að styðja þau ekki eins og til dæmis að koma til þeirra upplýsingum um ýmislegt bæði daglega hluti og atvinnuréttindi og ekki síst fréttatilkinningar.

Og ég get sagt þér nokkrar sögur af tryggingasvikum þeirra og tilraunum til tryggingasvika og ég get sagt þér sögur sem þeir sögðu okkur um einmitt svik og pretti við rússa annarsvegar sem voru í Litháen og svo bara við yfirvöld sem jú voru til skamms tíma rússnesk og bara einfaldlega kúguðu fólkið í Eystrasaltsríkjunum og fengu auðvitað til baka einhverskonar andspyrnu, en þetta er breytt Sigurður bara svo að þú vitir það, þú virðist einn af afar fáum sem ekki vissir að fólk í Eystrasaltsríkjunum var kúgað af Rússum, en nú eru þau að byggja upp hjá sér en lentu svo í hruninu eis og "sumir" en vonandi ná þau sér upp.

Og takið eftir lögreglan segir að brotamál séu orðin mun alvarlegri eftir komu fólks af erlendu bergi brotin og ég held enn og aftur að það sé að hluta til af því að við tökum ílla á móti þeim og reglur þurfa að vera til að geta séð strax fólk sem kemur ekki til að vera með í samfélaginu, við sem unnum með stórum hópi þeirra sem voru að koma hingað upp úr 2000 héldum því Fram þá að það stefndi í óefni og það rættist, einn af þeim sem við þekktum og var sendur heim var með fjölskyldu þau skildu konan og börnin eru hér enn og gengur vel hinir voru allir einstaklingar sem voru án atvinnu heima en voru flestir á leiðinni til BNA héldu að þeir fengju atvinnuleyfi þar eftir að hafa verið hér.

Þú mátt alveg kalla mig útlendingahatara Sigurður eins og Jón vill gera, ef að þér líður betur með það.

Þið viljið ekki sjá það sem ég er að segja heldur vinnið í því að mistúlka það, en endilega spurðu aftur Sigurður ef það er eitthvað sem ég kem ekki rétt fra mér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.9.2009 kl. 20:41

14 identicon

Högni, þarna telur þú upp mörg dæmi um svik útlendinga í vinnu hér.  En væri ekki sanngjarnt að nefna það að þetta er ekkert nýtt á Íslandi?  Allar þessar tegundir svika og margar til hafa verið stundaðar hér á landi áratugum saman með vitund og samþykki samfélagsins.  Væri ekki réttast að líta í eiginn barm áður en maður fer að úthrópa aðra fyrir sömu sakir?

Vil taka það fram að þessu er ekki beint á þig einan, þetta er sjónarhorn sem við þurfum öll að hugsa út í.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 22:28

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er rétt að skattsvik hafa viðgengist hér eins og annarstaðar en eigum við ekki að taka jafnt á því Bjarki og taka jafnt á öllum málum þ.e. bara eins og lögin segja til um, en það breytir því ekki að almennt erum að taka mjög ílla á móti útlendingum og allstaðar þar sem útlendingar hafa fengið að einangrast í friði hefur það endað ílla, ég er ekki með patentlausn á því en hef verið þeirrar skoðunnar mjög lengi að þegar útlendingar koma í hópum eins og hefur gerst þá sé það einfaldlega skylda okkar að hjálpa þeim eins og til dæmis með að þeim sé einfaldlega gert skylt að læra Íslensku en ekki skólamálfræði með öllu því rugli heldur bara þá Íslensku sem töluð er í þjóðfélaginu svo að þau geti í það minnsta kinnt sér réttindi sín, eða öllu heldur okkur sé skylt að sjá til þess að þau fái kennslu, en þetta er ekki svo einfallt við lifðum svo hratt að það var ekki tími í svona atriði.

Ein örsaga það fór að vinna Litháiskur karl á dvalarheimili einu í höfuðborginni hann sagðist vera hjúkrunarfræðingur sem kom svo í ljós að var uppspuni, hann hafði eiginlega bara verið "gangastúlka" sem er ekki lengur hér sem eiginlegur titill, að ég held, en hvað um það konan hans varð ólétt og bara gaman með það allt saman og þegar þær sem voru að vinna með honum spurðu spurninga eins og konur gera þegar fæðing er Fram undan þá kom í ljós að konan fór ekki í skoðannir, svo vinnufélagarnir fóru að útskýra það allt saman fyrir honum eins og að það væri frítt og að það væri öryggi barnsins vegna og móðurinnar, þá sagði hann að hann mundi bara skoða hana sjálfur og spurði hvort hann fengi þá ekki greitt frá ríkinu fyrir það, kannski jókur kannski tungumálaörðuleikar, en þær reyndu nú nokkrum sinnum að fá hann ofan af þessari dellu, en nei hann ætlaði sko ekki að fara að láta ríkisspítalann hér fara að vera með puttana í hans málum kom þá, þær reyndu að segja honum að þetta gæti skipt máli seinna eins og að vera með skýrslur, en nei þá var hann nú á leiðinni til BNA svo það skipti ekki máli.

Þetta er jú bara einn einstaklingur, en það er þetta sem skiptir svo mikklu máli að þeim sé hjálpað með þær upplýsingar sem þau þurfa og eiga rétt á og ekki síst barnanna vegna sem ganga í skóla og foreldrar vita lítið um hvað er í gangi.

Þetta hefur lagast á síðustu misserum en fór alltof seint í gang og gerist of hægt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.9.2009 kl. 23:14

16 identicon

Sammála því, hef sjálfur reynt það á eigin skinni hvernig það er að vera á vinnumarkaði erlendis án fullnægjandi kunnáttu í málinu.  Það var ekki auðvelt.  Mér finnst bara of algent að það sé tekið sérstaklega fram ef einhver brýtur eitthvað af sér að það sé sérstaklega tekið fram ef viðkomandi er ekki af íslenskum ættum.  Hvað ætli fólkið þurfi að búa hérna lengi til að losna undan þessu?  Það muna flestir eftir því að það var siður hjá fjölmiðlum úti á landi að taka það fram ef einhver gerði eitthvað af sér að viðkomandi væri utanbæjarmaður, það breytir ekki því að hann er maður eins og við.  Ætli ég sé ekki að reyna að bögla því frá mér að þessu hugarfari þurfi að breyta. 

p.s.  Jón ég biðst afsökunar á að vera kominn langt út fyrir efni færslunar.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:31

17 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já nákvæmlega eins og það skipti máli hver brýtur af sér, ef að einhver vill fá að vita einhver hlutföll í þeim efnum hlýtur að vera hægt að fá þær upplýsingar, en ég hef verið á þeirri skoðun að það eigi að vera svo auðvelt að halda utan um innflytjendur og hjálpa þeim út í lífið, ég hef nú ekki fylgst með hvernig þeim gengur upp á Akranesi það gæti verið gaman að vita það því að það var sérstakt verkefni og svo er ábyggilega víða í sjávarþorpum sem bæjaryfirvöld gera eitthvað til að auðvelda aðlögunina.

Jón hefur nú bara gaman af að lesa þetta bull í okkur, sem er samt ekkert bull því að ég er viss um að margur stór misskilningur hefur orðið vegna þekkingarskorts innflytjenda og tungumálaörðuleika okkar í millum, sem er auðvitað bara vont.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.9.2009 kl. 23:38

18 identicon

Sæll aftur Högni og takk fyrir svörin.  Ræða þín fjallaði reyndar lítið um það sem ég spurði.  En hafi ég skilið þig rétt þá ertu búinn að segja mágkonu þinni að hún þekki ekki annað en að ljúga og pretta og hún ætti að flytja af landinu, ásamt öllum löndum sínum.  Það var það sem ég spurði um.  Þú upplýstir líka að hún væri þér alveg sammála og það er áræðanlega kostur.  Sumum myndi nefnilega sárna svona tal.  Hvað ætlar þú að gefa henni langan tíma til að flytja af landinu?  Svo vil ég þakka þér fyrir það boð að mega kalla þig útlendingahatara.  Hér eftir er ekki ólíklegt að ég þiggi það.  Takk fyrir það.

Sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband