30. des 2009 sorgardagur?

Er 30. desember 2009 sorgardagur í sögu íslensku þjóðarinnar?

Ég held ekki og í raun skiptir sá dagur ekki sköpum í Íslandssögunni.

Sorgardagurinn er 19. október 2002 en þann dag afhenti Davíð Oddson vafasömum félögum sínum Landsbankann og kom skjaldsveini sínum í bankaráð.  Kaupverðið var 12,3 milljarðar, sem reyndar hafa aldrei verið greiddir. 

Hinn raunverulegi skúrkur dagsins er því ekki Steingrímur J. Sigfússon.  Hann heitir Davíð Oddson.  Í því ljósi er málflutningur stjórnarandstöðunnar í dag hál hjákátlegur.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og núna liggur fyrir að íslenska ríkið er að taka á sig innlenda starfsemi Landsbankans ásamt tjóni af alþjóðlegri starfsemi hans fyrir hátt í 700 milljarða plús vexti.

Skúrkarnir í þessu máli eru hvorki Steingrímur eða Davíð, heldur: Bjöggarnir, Kjartan Gunnarsson og aðrir bankaráðsmenn, Halldór Kristjánsson, Sigurjón Árnason, Gordon Brown, Alaistair Darling, Jan Balkenende, Wouter Bos, Jean-Claude Trichet og undirsátar hans hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. (Fleiri mætti nefna en þetta dugar í bili).

Samt hefur Steingrímur ítrekað sagst bera ábyrgð á IceSave málinu sem fjármálaráðherra. Kannski finnst honum bara sjálfsagt að deila þeirri ábyrgð með þjóðinni...?

Hirðfíflin í þessu máli eru hinsvegar: Árni Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Jónas Fr. Jónsson, Baldur Guðlaugsson, Svavar Gestsson og Indriði Þorláks.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.12.2009 kl. 05:28

2 identicon

Auðvitað er sjálfsagt að SJS deili þessari ábyrgð með þjóðinni, hún kaus hann.  Þjóðin fær einfaldlega það sem hún á skilið eftir hverjar kosningar.  Þjóðin kaus sjálfstæðis og framsóknarflokka til valda í of mörg ár og fær einfaldlega að borga fyrir skort á gagnrýnni hugsun núna.

Bjarki Hilmarss (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 11:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarki: Kjósendur VG kusu hann af því að hann setti sig hart gegn Icesave og evrópubandalaginu auk þess sem þeir lofuðu beinu lýðræði og þjóðaratkvæðum um álitamál. Viku eftir kosningar voru þeir búnir að ganga bak orða sinna og stefnuskráin skeinibréfsins virði. Þeir sitja því algerlega umboðslausir og þú getur ekki kennt almenningi um dómgreindarleysi, þegar um valdarán á grunni lyga er annars vegar.  Það er allavega ljóst að þeir hafa komið því þannig fyrir að hér verður ekki aftur vinstristjórn næstu 16 árin eftir að þeim hefur verið hent út. Hvernig lýst þér á það afrek?  Það er nákvmlega sama sagan og síðast. Ég man svo langt. Eftir stutt terrortímabil vinstri stjórnar á 9. áratugnum, með tilheyrandi svikum og lygum, þá komust hægrimenn að og sátu svo lengi sem raun varð. Það skal allt skrifast á Steingrím og co, en ekki þjóðina.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband