Eruð þið ekki ánægð með þróun mála hér á landi síðustu misserin?

Ef svarið er mjög ánægð, þá kjósið þið Sjálfstæðisflokkinn.

Ef svarið er frekar ánægð, þá kjósið þið Samfylkingu eða Framsókn.

Ef svarið er NEI, en við treystum þeim sem komu okkur í vandræði best til þess að koma okkur út úr þeim aftur, þá kjósið þið einhvern ofangreindra flokka.

Ef svarið er var óánægður, en nú er komin góð stjórn sem hefur slegið skjaldborg um heimilin, þá kjósið þið VG.

Ef svarið er NEI, þá kjósið þið Borgarahreyfinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, ætli fólk kjósi ekki bara samkvæmt sínum eigin forsendum en ekki annarra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.4.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þetta er hugsað sem sjálfshálparpróf.  En auðvitað ræður fólk því sjálft hvað það kýs.

Jón Kristófer Arnarson, 4.4.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Halldór Sverrisson

Við verðum nú að kjósa þann flokk sem komið hefur fram með þær tillögur sem líklegastar eru til þess að leiða okkur út úr vandræðunum. Valið er auðvelt!

Bestu kveðjur,

Halldór

Halldór Sverrisson, 4.4.2009 kl. 23:14

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Nú er það svo Halldór að þú ert sá maður sem ég hef tekið hvað mest mark á allt frá því þú kenndir mér um plöntupestir, ungum dreng.  Mig langar því að spyrja þig, hvert er þitt val í þetta skiptið og ekki síður hvernig rökstyður þú valið?

Jón Kristófer Arnarson, 5.4.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Halldór Sverrisson

Mér er ljúft að upplýsa fyrrverandi nemanda um þetta. Eina leið okkar út úr ógöngunum er innganga í Evrópusambandið. Það er aðeins einn flokkur sem hefur áttað sig á því.

Halldór Sverrisson, 5.4.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband