Athugasemdir
Já, ég gæti varla verið meira sammála því sem þú segir. Við eigum eftir að sjá breytingar verða á þingi sem ekki hafa sést þar áður.
Baldvin Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 15:50
Halldór, er ekki full þörf á breytingum?
Ps. Við Jónatan söknuðum þín á fimmtudaginn.
Jón Kristófer Arnarson, 2.5.2009 kl. 22:10
Baldivin, við erum allavega búin að reyna að leggja okkar af mörkum. Ég held og trúi því að það sé ekki til einskis.
Jón Kristófer Arnarson, 2.5.2009 kl. 22:11
Já, ég skrópaði á fimmtudaginn. Ég vona að þið Jónatan hafið haldið merkinu á lofti og fjörinu gangandi á fimmtudagskvöldið.
Halldór Sverrisson, 3.5.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Það var mikið ævintýri að fá að taka þátt í þessari kosningabaráttu. En það ævintýri er rétt að byrja. Ég hef þá trú að Borgarahreyfingin og þessir fjórir fulltrúar á þingi, muni breyta íslenskri pólitík til frambúðar.
Héðan í frá mun enginn flokkur eða stjórnmálamaður að dirfast að taka þátt í þessháttar spillingu sem til þessa hefur ekki verið undantekning heldur regla. Héðan í í frá mun alþingi ekki leyfast að setja sig á háan hest gagnvart þjóðinni heldur vinna fyrir þjóðina. Hér eftir verða önnur vinnubrögð þar sem hagsmunir heildarinnar verða ofar sérhagsmunum.
Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra í Margréti Tryggvadóttur á Rás 2 í gær þar sem hún biðlaði til nýrra þingmanna að taka þátt í því með Borgarahreyfingunni að breyta vinnubrögðum á Alþingi. Ég hef trú á að sú verði raunin.
Verkefnin eru ærin nú framunda. Eitt er að breyta vinnubrögðum og það er mikilvægt. En nú þarf líka að fara að huga að skjaldborginni frægu. Vona að þing verði kallað sem fyrst saman svo okkar fólk geti hellt sér í þessi mikilvægu verkefni.