Að endurheimta mannorð sitt.

Allir heimsins lögfræðingar ná ekki að endurheimta mannorð Björgólfs Thors.  Þetta er maðurinn sem situr á milljörðum og tugum milljarða en ætlar að láta þjóðina borga skuldir sínar.  Koma þjóðinni í áratuga ánauð.

Ef raunverulegur vilji er hjá Björgólfi að endurheimta mannorð sitt þá er það í hans höndum en ekki lögfræðinga hans.  Hann þarf að setja hverja einustu krónu sem hann getur önglað saman og afhenda þjóðinni og lofa því að koma aldrei nálægt rekstri fyrirtækja framar.  Þá gæti hann hugsanlega endurheimt mannorð sitt, eða hluta af því.


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála ofansögðu en ég er mjög hissa á því að hann sé enn titlaður auðmaður og það hér á landi þegar ég og þú erum að fara að borga skuldir hans

Ásta B (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 20:57

2 identicon

Heill og sæll; Jón Kristófer - æfinlega !

Tek raunar undir; með ykkur Ástu B, báðum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta .. ef það verður raunin að við þurfum að borga skuldir hans og þeirra .. og þeir láta sig hverfa erlendis .. að þá efast ég um að þeir geti látið sjá sig hér á landi aftur.

þessir menn með græðgi sinni hafa eyðilagt lífsskilyrði okkar og valdið landinu og landsmönnum skömm erlendis.

svei þeim!

ThoR-E, 28.7.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Auðvitað borgum við þessa ölmusu fyrir fátækann manninn, Mr. Björgúlfsson. Hann fær ekki nein lán aumingja maðurinn en hugsanlega gefur Steingrímur honum niðurfellingu í betlidósina hans. Þessir "auðmenn" eins og þið kallið þá hafa aldrei átt neinn pening, einungis sögur hafa verið gerðar um þá. Gefum þeim líka farseðil - one way - til Suður-Afríku, því leikir geta verið þar með líkum.

Guðmundur Jónsson, 28.7.2009 kl. 21:36

5 identicon

Er ekki hægt að heimta framsal frá London til að standa fyrir dómi?

veffari (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband