22.8.2009 | 20:53
Súrt í broti
Ekki veit ég hversu alvarlegt þetta súrál er. En hitt veit ég að það voru mikil mistök að ráðast í þessa álversframkvæmd. Miklum náttúruverðmætum fórnað, raforkan seld á slikk, Landsvirkjun að fara á hausinn og Austfirðingum fækkar sem aldrei fyrr. Þá er ótalinn þáttur þessara framkvæmda í þenslunni og þeirrar firringu sem leiddi til efnahagshruns.
Súrál fauk um álverssvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
Ákvörðunin um þessa virkjun og álbræðslu var tekin gegn einhverjum mestu mótmælum sem þekkjast í nokkru lýðræðisríki. Einkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig lengi vel eiga einkarétt á að flagga lýðræðinu.
Fyrir um hálfum áratug reit Helgi Hjörvar grein í Morgunblaðið: Klassískur kommúnistaleiðtogi og var hörð gagnrýni á lýðræðisást Davíðs Oddssonar. Það sveið undan þessari grein sem gjarnan mætti draga fram í dagsljósið í dag.
mosi hefur ætíð talið að þessi ákvörðunum virkjun hafi verið undirrótin að ógæfu íslensku þjóðarinnar.
Kannski að arðsemin af fjallagrasatínslu sé umtalsvert meiri þegar öllu er á botninn hvolft en allt þetta framkvæmdabrambolt.
Bestu kveðjur
Guðjón Sigþór Jensson, 22.8.2009 kl. 21:17
Hvað meinaru með að Austfirðingum fækki sem aldrei fyrr ?
ákveðuru það vegna þess að það varð fækkun á austfjörðum núna í júlí frá júlí í fyrra ?
árin áður hafði líka verið gríðarleg fjölgun.
þetta var í raun bara leiðrétting eftir að virkjun og álversframkvæmdir voru komið í gagnið.
Þetta með náttúrufegurðina, jú það var fallegt þarna uppfrá, en það má ekki gleyma því að það er ekki búið að sökkva öllum gljúfrunum.
mér finnst oft einsog þegar að fólk tali um náttúrufegurðina þarna, einsog að það hafi bara verið þarna daglega, en það komu ekki nema örfáar hræður þarna upp að kárahnjúkum árlega áður en virkjunartal komst á, fólk vissi ekki hvar þetta var einu sinni.
með raforkuverðið er náttúrulega skömm að það skuli vera selt lágt en hvað hefur þú annars í því að landsvirkjun sé að fara á hausinn ?
þetta er eitt af þó fáum fyrirtækjum sem að fá stóra summu af sínum tekjum í erlendri mynt.
Og já....
endilega ekki kenna einu álveri og einni virkjun þarna fyrir austan um heimskreppu í bankamálum.
Árni Sigurður Pétursson, 22.8.2009 kl. 21:28
Jón Kristófer ákvað á sínum tíma að vera á móti þessu "No matter what", enda er hann VG-maður og fólk úr þeim flokki mótaðist af áralangri stjórnarandstöðu því engin vildi stjórna með þeim. Staðreyndir hafa ekki truflað andstæðinga Kárahnjúkaverkefnisins í viðleitni þeirra til að véla fólk til sín.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 21:53
Ég tiltók þarna nokkrar staðreyndir Gunnar. Auk þess sem ég er ekki í VG. En því miður virðast allar verstu hrakspár vera að rætast varðandi þessa stóriðjustefnu. Og það er hafið yfir allan vafa að þáttur þessara framkvæmda í efnahagshruninu hér er allverulegur, líkt og til dæmis Þórlindur Matthíasson og fleiri af okkar færustu hagfræðingum hafa bent á.
Svo er reyndar enn eitt sem þú segir þarna sem er rangt. Ég ákvað ekki á sínum tíma að vera á móti þessu. Var reyndar fylgjandi lengi vel. En sem sveitarstjórnarmaður á Austurlandi í aðdraganda þessara framkvæmda þá kynnti ég mér málið eins og kostur var. Og satt best að segja þá varð ég á endanum á móti þessu. En að allar verstu hrakspár skildu rætast og raunar gott betur bjóst ég ekki við satt að segja. Og enn síður að þegar þær spár hefðu ræst að enn væri þá til fólk sem neitaði að horfa á helstu staðreyndir málsins og herfilegar afleiðingar framkvæmdanna.
Jón Kristófer Arnarson, 22.8.2009 kl. 22:37
Ég veit að þú ert viðriðin Borgarahreyfinguna í dag, en fyrir hvaða flokk varstu í sveitarstjórn?
Þórlindu Matthíasson er af sama sauðahúsi og þú.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 22:41
Þetta er alltaf jafn skemmtileg umræða, en það er eitt sem ALLTAF gleymist í þessu og það er fólkið sem á heima á svæðinu. Áður en álverið kom var ekkert hérna sem hélt í fólk, ef þú hafðir ekki áhuga á því að vinna í fiski eða vera úti á sjó þá var ekkert fyrir þig að gera hérna fyrir austan. Núna á ungt fólk sem fór suður til að mennta sig tækifæri á því að snúa í heimahagana og fá vinnu við hæfi, og ekki bara í álverinu.
Birkir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 22:49
Ég var óflokksbundinn í sveitarstjórn Gunnar. Sat í bæjarstjórn fyrir óháð félagshyggjuframboð sem enn er til síðast þegar ég frétti. Tilheyrði aldrei neinum stjórnmálaflokki á meðan ég bjó fyrir Austan og aldrei fyrir þann tíma heldur.
Það var reyndar þannig, svo ég rifji það nú upp, að þegar ég fór í sveitarstjórn þá var nokkur uppstokkun á vinstri kantinum með stofnun Samfylkingarinnar. Einar Már félagi minn lagði hart að mér að gefa það út að ég myndi kjósa Samfylkinguna. Ég sagði honum sem var að ég myndi að öllum líkingum kjósa þann flokk en skömmu síðar var ég með Smára Geirssyni á auglýsingu í Austurglugganum sem stuðningsmaður Samfylkingar. Og reyndar var það svo að í þeim þingkosningum sem þá fóru í hönd, sennilega 1999 ef ég man rétt, þá kaus ég Samfylkinguna. Held nefnilega að ég sé krati eins og Bjössi arkitekt á Héraði hefur alltaf sagt. En ég var afar ósáttur við Samfylkinguna í stóriðjumálunum og hef ekki kosið þann flokk síðan.
Ef svo undarlega vildi til að einhver hefði áhuga á pólitískri ævisögu minni get ég bætt því við að löngu síðar fór ég á lista hjá VG í þingkosningum, sennilega í 10. sæti ef ég man rétt. en það var eftir að ég flutti að Austan. Ég var sammála flokknum í umhverfis- virkjana- og stóriðjumálum og fannst þau einhver mikilvægustu mál kosninganna 2007. Þegar ágæt vinkona mín bað mig um að taka sæti á lista þar þá slóg ég til og gerðist þá í fyrsta sinn flokksbundinn.
En mér fannst áhugavert að styðja Borgarahreyfinguna nú í síðustu kosningum, hvað sem svo gerist næst. Enda kannski ekki rétt af krata og mann sem er helst á því að við ættum að ganga í ESB að staldra lengi við í VG.
Og svo þakka ég hólið Gunnar að telja mig af sömu sort og einhver færasti hagfræðingur þessa lands og prófessor í Háskólanum. En það er nú kannski oflof á mig vesælan garðyrkjumanninn.
Jón Kristófer Arnarson, 22.8.2009 kl. 23:00
Birkir, ég kann alltaf ágætlega við Reyðarfjörð og Reyðfirðinga. En mér finnst nú dálítið mikið í lagt að fórna til frambúðar stórkostlegum náttúruverðmætum og setja þjóðfélagið á annan endann bara til að búa til fáein störf í álver á Reyðarfirði. Því eins og þú bendir réttilega á er þetta álver þegar upp er staðið aðallega tilflutningur á störfum úr fiskvinnslu og yfir í áliðnað.
Jón Kristófer Arnarson, 22.8.2009 kl. 23:05
Mér finnst þetta nú ekki traustvekjandi.
"Haugur af súráli" útí loftið ! Haa ?
Oná tank segja þeir - og svo þegar fór að hvessa þá fauk það bara !
Minnir á í gamla daga þegar verið var að landa loðnu og handónýti og margstagaði barkinn fór í sundur. Þegar menn rumskuðu voru komin hundruð tonna á planið.
Þetta minnir á það.
Það er loftmengun af súráli og ekkert grín að fá í öndunarveg - allavega ef mikið er um það. Rosa mengun af þessu - til lengdar. Enda sérstakar reglugerðir um löndunina til að passa að ryk sleppi ekki út eða sem minnst af því, minnir mig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2009 kl. 23:19
Takk fyrir þetta ágrip Jón
Það er svolítið sérstakt.... þið friðunarsinnar kjósið alltaf að setja "fræðingana" ykkar í einhvern sérstakan virðingaflkokk. Vistfræðingar, líffræðingar, náttúrufræðingar.... hagfræðingar, allt er þetta sérlega virtir og hæfir einstaklingar.
Fjári eruð þið heppin! Hvernig ætli standi á þessu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 23:28
Mér finnst dálítið merkilegt hvað það eru margir sem stúderað hafa hagfræði sem hafa bent á það hversu mikið glapræði þessar framkvæmdir eru. En þegar prófessor í hagfræði sem er sérfræðingur í ríkisfjármálum bendir á orsakasamhengi milli efnahagshrunsins og álversframkvæmda þá eru það auðvitað tíðindi. Ekki veit ég samt hvar í flokki þessi Þórlindur er, en best gæti ég trúað því að hann hafi kosið Borgarahreyfinguna síðast, án þess að ég hafi hugmynd um það.
Burt séð frá þessum hagfræðipælingum þá voru náttúruspjöllin alltaf alvarlegust í þessum framkvæmdum að mínu mati. Sumir vildu meina að það væri hægt að réttlæta með hagrænum ábata eða hvernig sem það var nú orðað. Nú er ljóst að þessi ábati var enginn og í raun minni en enginn.
Vissulega urðu þessar framkvæmdir samt til þess að tímabundið fjölgaði á Austurlandi, skárra væri það. Og nú er reyndar mannfjöldi orðinn svipaður og hann var þegar þessar umræður og átök voru að fara gang fyrir rúmum áratug eða svo en íbúum hafði fækkað þar áratuginn áður. Nú í lok framkvæmda er fækkunin samt hraðari og meiri en nokkru sinni.
Jón Kristófer Arnarson, 22.8.2009 kl. 23:43
Ertu virkilega að segja alþjóð að þú skiljir ekki þessa miklu fækkun sl. ár?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 23:52
fækkunin er hraðari og meiri en nokkrum sinni fyrr vegna þess einfaldlega að fólk sem að flutti þangað (þar á meðal útlendingar) til þess að bæði byggja þessa blessuðu virkjun og þetta álver er að flytja í burtu, fólk sem að ætlaði sér aldrei að búa þarna, heldur eingöngu var að vinna þarna á meðan að þessu stóð.
pólitísku þvaðri nenni ég engan vegin að taka þátt í, en já, fínt að benda á orsakatengls á milli álversframkvæmda á austurlandi og heimsbankakreppu sem að síðar varð þess valdandi að bankar féllu hér á landi.
bankar sem að hefðu hrunið hvort sem að það hefði verið byggt álver fyrir austan eða ekki.
Árni Sigurður Pétursson, 22.8.2009 kl. 23:53
Þeir hagfræðingar sem telja að tap sé á þessu má telja á fingrum sér, en þeir eru háværir og hafa verið á þessari skoðun frá upphafi. Þeir munu aldrei geta brotið odd af oflæti sínu og viðurkennt að þeir hafi haft rangt fyrir sér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.8.2009 kl. 23:55
Ég geri mér fulla grein fyrir af hverju þessi fækkun var. Það er vegna þess að nú er farið að draga úr framkvæmdum. Fjölgunin var einnig fyrst og fremst vegna framkvæmdanna. En sem byggðaaðgerð þá er þetta dæmt til að mistakast, því miður.
Og þá kemur auðvitað spurningin, hvað hefði þá átt að gera? Í raun er fáránlegt að þurfa að svara þeirri spurningu í þessu samhengi. Auðvitað er best að gera góða hluti, skárra að gera ekki neitt og verst að gera vonda hluti. Síðasti kosturinn var valinn.
Það er hins vegar svo að í áratugi hafa margir bent á aðrar og vænlegri leiðir í byggðamálum. Til dæmis lét Ólafur Thors fara í saumana á þessum málum á sínum tíma og í kjölfarið kom skýrsla þar sem fyrst komu upp hugmyndir um þjónustukjarna á landsbyggðinni. Það að til dæmis styrkja Egilsstaði sem höfuðstað Austurlands hefði verið vænleg leið og efla þar þjónustu.
Sennilega er ein áhugaverðasta skýrsla um "eitthvað annað" samt skýrslan sem unnin var á vegum Hagfræðistofnun Háskólans, Byggðastofnunar og fleiri og hlaut nafnið "Fólk og fyrirtæki" ef ég man rétt. Líklega má enn finna þessa skýrslu á vef viðskiptaráðuneytisins eða þar var hún allavega aðgengileg til skamms tíma. Ætli þetta sé ekki svona fimm ára gömul skýrsla. En hún kannski hentaði ekki skammsýnum pólitíkusum og lenti því undir stól.
Jón Kristófer Arnarson, 23.8.2009 kl. 00:03
Árni, vissulega var heimskreppa, en fáir fóru eins illa út úr því og Íslendingar. Skýringin á því er margþætt. Hluti skýringarinnar er samt þessar álversframkvæmdir. Stýrivextir voru fyrst hækkaðir sem mótvægi við verðbólguhvata framkvæmdanna. Jöklabréfin komu svo til vegna hárra stýrivaxta. Þá var hækkun íbúðarlána einnig í orsakasamhengi við framkvæmdirnar. Halldór Ásgrímsson orðaði það þannig að framkvæmdirnar fyrir Austan hefðu aukið tekjur ríkissjóðs og því væri hægt að auka húsnæðislán.
En ég þarf svo sem ekki að vera að fara yfir þetta hér því Þórlindur hefur gert þessu ágæt skil og margir fleiri. Þá hefur einnig komið út nýlega samantekt á áhrifum framkvæmdanna í skýrslu sem unnin var af fjármálaráðuneytinu.
Jón Kristófer Arnarson, 23.8.2009 kl. 00:08
Strax í upphafi var auðvitað ljóst að röksemdafærslan í þessari byggðastefnu framkvæmdanna gekk ekki upp. Álverið átti að fjölga störfum þar sem ekkert var atvinnuleysið.
Í byggðapólitík og sveitarstjórnarmálum hefur verið einblínt á atvinnumál. Sagt sem svo að fólk vilji búa þar sem atvinnan er. Vissulega er þetta rétt svo langt sem það nær. En árangursrík byggðastefna snýr þessu einnig við. Atvinna skapast þar sem fólk vill búa. Þetta er því eins og með eggið og hænuna.
Því er í raun mikilvægast að styrkja grunnstoðir samfélagsins, líkt og til dæmis byggðakjarnahugmyndirnar gengu út á. En því miður var þessi fáránlega framkvæmd ofaná. Og þegar framkvæmdum lýkur verða íbúar sennilega álíka margir og var fyrir framkvæmdir. Framkvæmdirnar seinka þessari þróun um áratug eða svo og það er allur ávinningurinn. Svo verður auðvitað enn erfiðara að styrkja landsbyggðina á komandi árum vegna kreppunnar sem að hluta til má einmitt rekja til framkvæmdanna.
Jón Kristófer Arnarson, 23.8.2009 kl. 00:19
Bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa er því miður lykilatriði í því hvernig fyrir okkur er komið. Þessi gífurlega innspýting fjármagns í okkar litla hagkerfi leiddi til mikillar styrkingar krónunnar sem aftur hafði þau áhrif að erlend lán eru nú orðin helmingi hærri en þau voru fyrir 18 mánuðum síðan. Fjölmargir vöruðu auk þess við því að alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Alcoa og Rio Tinto hefðu farið illa með fátækar þjóðir og skildu eftir sig slóð eyðileggingar. Þetta ætti því varla að koma á óvart.
Það stendur ekki steinn yfir steini í því ábyrgðarlausa þvaðri sem harðir virkjanasinnar og misvitrir stjórnmálamenn létu hafa eftir sér um þessa framkvæmd en því miður kunna þeir ekki að skammast sín frekar en stjórnendur bankanna fyrir hrunið í fyrra. Kostnaður við virkjunina var amk. 40% hærri en reiknað var með. Aðbúnaður starfsmanna er og verður svartur blettur á þjóðinni vegna þess hvernig Impreglio fékk að misnota og misbjóða fólki. Mig minnir að 5 banaslys hafi orðið við þessar virkjunarframkvæmdir auk margra alvarlegra slysa. Sjúkraskýrslum var stolið og fólk var umsvifalaust sent heim ef það vogaði sér að kvarta.
Og þegar upp er staðið kostar hvert starf í álverinu þjóðina amk. 250 milljónir!
Sigurður Hrellir, 23.8.2009 kl. 00:28
Ég gat ekki betur séð en ALLT álversvæðið væri hvítt og nærligjandi svæði líka... sá bíl við slökkvistöðina sem er nokkur hundruð metrum innar en álverið og það voru nú bara þónokkuð mikkið á rúðuni á þeim bíl... gæti ýmimindað mér að það hafi verrið einhverjir desilítrar bara á þessum bíl og þegar keirt var um fyrir utan álverslóðina frá höfninni dróst hvít á eftir bílnum eins og væri verið að keira í snjófoki.
Gæti gískað á að þetta nái að einhverju mæli yfir nokkra frekílómetraJón (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 02:37
Súrál er ekkert eitur þetta er bara sandur sem er eins og hveiti og er í raun eins og innihaldið í jarðskorpinni. Það sem er eitur eru efnin sem þeir nota við rafgreininguna.
Gunnr (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 03:03
Í raun er það eitur sem kemur upp úr þessum borholum með gufunni sem kemur úr iðrum jarðar, þar kemur brennisteinssýra og stórhættulegir þungmálmar. En súrál það er hættuminna en kál þó það sjáist á jorðinni enda er þetta bara sandur og ekkert meiri skaði af því en það. Þetta blæst í burtu og er horfið á nokkrum dögum.
Gunnr (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 03:08
http://en.wikipedia.org/wiki/Aluminosilicate
Þetta er það sem kallast "súrál" er bara steintegund og kemur fyrir í náttúrinni sem bauxit http://en.wikipedia.org/wiki/Bauxite
Vita vita hættulaust.
Gunnr (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 03:20
Hvaða fyrirtæki rakst þú á Reyðarfirði Óskar? Gekk það ekki vel? Þú virkar eitthvað bitur út í samfélagið þar. Voru Reyðfirðingar vondir við þig?
Kárahnjúkavirkjun er ekki rekin með tapi og Landsvirkjun er ekki að fara á hausinn. Kostnaður við virkjunina er ekki 40% hærri, heldur innan við 10%, sem er innan þess ramma sem gert var ráð fyrir í upphafi.
Álverið orsakaði mikla fjölgun á svæði þar sem hafði verið viðvarandi fólksfækkun í um tuttugu ár. Íbúum Reyðarfjarðar hefur fjölgað um yfir 80% frá því framkvæmdir hófust við álverið, þá er átt við raunverulega fjölgun en ekki farandverkamenn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 05:53
Gunnar. Reyndu að komast að því hver þessi Óskar er og hvort þú getir ekki fundið eitthvað misjafnt um hann í samfélaginu fyrir Austan, eða þá ef það gengur ekki búið til einhverjar kjaftasögur. Sennilega hafa þær þegar verið búnar til ef hann hefur gefið sig út sem álversandstæðing. Hugsanlega hefur honum verið neitað um afgreiðslu í búðum til dæmis, gætir tékkað á því.
En svona í alvöru talað þá virkar þetta mjög kunnuglega hvernig þú ferð að vega að Óskari þessum undir rós. Ef ég sé slíkt hjá þér aftur hér á þessu bloggi mun ég umsfifalaust setja þig hér á bann.
Eitt það ömurlegasta við þessar framkvæmdir fyrir austan hvernig einmitt svona undirróður og drullusokksháttur eitraði samfélagið.
Jón Kristófer Arnarson, 23.8.2009 kl. 08:31
Upphafleg kostnaðaráætlun fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunar var um 85 milljarðar. Endanleg tala hefur verið nefnd 133 milljarðar, sjá hér. Því hefur verið haldið fram af sumum, nú síðast Gunnari Th. að mismunurinn sé innan við 10% og er útskýringin vísast sú að vaxtakostnaður hafi ekki verið hluti af upphaflegri áætlun.
Reyndar held ég að það væri afar áhugavert að skoða kostnaðinn á núvirði með öllum vaxtakostnaði og gengisbreytingum meðtöldum. Erlend lán hafa tvöfaldast og gott betur ef reiknað er í íslenskum krónum. En ég ætla að sleppa því að vera með ágiskanir um það hver útkoman yrði. Nóg er það samt.
Sigurður Hrellir, 23.8.2009 kl. 09:35
Kárahnjúkavirkjun er dýrasti kosningavíxill í sögu Íslands. Hagfræðingar spáðu harkalegri lendingu og við höfum heldur en ekki orðið varir við það Íslendingar og fleiri þjóðir.
Hefur lokareikningurinn frá Impregíló borist? Þá er eftir að gera upp við landeigendur. Ekki eru öll kurl komin til grafar.
Þeir sem flytja brott frá Austfjörðum eru væntanlega þeir sem ekki hafa fengið vinnu í þessari álbræðslu eða geta af einhverjum ástæðum ekki hugsað sér að vinna við það.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2009 kl. 09:51
Ég er einn af þeim sem er með vinnu út af álverinu þó svo ég vinni ekki þar. Sá staður sem ég mundi alls ekki vinna er Álverið það sem meður sér og heiri um það er ekki þanig að manni langi að vinna þar. Þetta er að mestu leiti skíta vinna þó svo að einhverjar stöður séu kanski maneskjulegar.
Ég væri ekki í því starfi núna sem ég er í ef álverið væri ekki en ég er samt á mót álverinu bæði út af umhverfinu og því hvernig þeir fara með fólk sem vinnur hjá því.
Er eðlilegt að men fá á 12 tímavöktum bara 50 mín í neisluhlé SAMTALS yfir vaktirnar eins og mér er sagt af þeim sem vinna þar, er eðlilegt að hafa klögunarbónus? starsmaður hjá þeim sagði mér að ef þú kjaftar frá einhverju um nángan færðu 10.000 kall í bónus....
kv jón
Jón (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:15
Ég flutti frá Rvk hingað á Reyðarfjörð fyrir 20 árum, nú í september og hér hefur mér liðið ágætlega. Ég kannast ekki við upplifun Óskars, af Reyðfirðingum. Mig langaði einfaldlega að vita hver þessi maður er... var hann örugglega hér?
Ég hef séð þig, Jón Kristófer, ítrekað í athugasemdum á öðrum bloggum segja frá því að fólk hér eystra hafi læðst með veggjum af ótta við ofsóknir ef það segði frá því að það væri á móti álvers og virkjunarframkvæmdunum. Þú hefur fullyrt að Guðmundur bóndi Beck á Kollaleiru í Reyðarfirði, hafi verið hrakin af jörð sinni fyrir andstöðu við framkvæmdirnar. Sú fullyrðing er notuð í áróðursplakati frá Saving Iceland samtökunum, sjá HÉR . Og nú reynirðu að klína á mig svona viðbjóði. Ég reikna þá með að vinnufélagar þínir séu vel upplýstir um mannfólkið og lífið hér eystra, eða hitt þó heldur!
Og nú sakarðu mig um að vilja grafa eitthvað misjafnt um þennan Óskar. Þú ættir að skammast þín, Jón Kristófer.
Og svo þessi nafnlausi "Jón". Svona rakalaust bull er ekki svaravert. Maðurinn þykist vinna á álverssvæðinu en það er augljóst að maðurinn er ósannindamaður og honum hlýtur því að líða vel á þessari bloggsíðu.
Sömu sögu er ekki að segja um mig og ég get sparað þér ómakið Jón Kr., að "banna" mig hér. Ég hef ekki áhuga á því að eiga skoðanakipti við fólk af þessu tagi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 11:18
Ég vinn við að þjhónusta álverið.
og Gunnar hvað nákvæmlega er bull hjá mér?? þætti gaman að ræða það við kunningjana sem vinna í álverinu.
Ég er að lísa því sem ég SÉ og starfsmen í álverinu SEGJA við mig á ég ekki að trúa þeim eða mínm augum??
Mín vinna væri ekki til ef álverið væri ekki hér það er staðreind og á við um marga svo þetta er auðvitað gott fyrir atvinnuna en men þurfa ekki að vera samála álveriu fyrir það þó menn hafi vinnu af því eðahalda að það sé allt gott þar innan vegja. þó mart sé gott eins og tildæmis mötuneitið sem er frábært að hafa aðgang að.
Jón (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:37
hérna.. Af hverju var ekki í lagi að byggja álver hér fyrir austan en það var í fínasta lagi að byggja það fyrir sunnan??
Á semsagt landsbyggðin bara að leggjast af??
Og Óskar gæti ekki bara verið að það fólk sem hefði viljað stofna fyrirtæki hefði bara ekki átt efni á því... gæti verið.
Kristín (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 12:02
"Ég gat ekki betur séð en ALLT álversvæðið væri hvítt og nærligjandi svæði líka"
Nei hvað ertu að segja maður ! Já, var í fréttum á RUV áðan að enn væri verið að hreinsa.
"Er eðlilegt að men fá á 12 tímavöktum bara 50 mín í neisluhlé SAMTALS yfir vaktirnar eins og mér er sagt af þeim sem vinna þar"
Nei mér finnst það dularfullt - tja allavega ef þessu er fylgt strangt eftir. Skil ekki hvernig svona fæst samþykkt í samningum.
"3.4 Hlé í vaktavinnu
Á 8 klst. vakt er tekið 35 mín. neysluhlé og á 12 klst. vakt eru neysluhlé samtals 55 mín. Neysluhlé eru tekin í samráði við starfsmenn þegar hentar starfseminni.
http://www.alcoa.com/iceland/ic/pdf/2006_05_union.pdf
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.8.2009 kl. 12:30
Get tekið unidr þetta allt með þér Jón Kr. og auk þess vitnað um að hafa orðið fyrir, ef ekki ofsóknum þá a.m.k. einelti vegna skoðana minna á álvers- og virkjana málum hér fyrir austan. Reyndar er ég viss um að framkoma margra virkjana- og álverssinna á eftir að komast á spjöld sögunnar sem svartur blettur á Austfirðingum og er að reyndar nú þegar.
Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 14:28
Kjaftagangurinn um þig hefur nú ekki verið meiri en svo að ég man ekki eftir þér.
Þeir sem voru á móti þessum framkvæmdum hér voru auðvitað sárafáir og þeir sem ég kannaðist við voru aðeins tveir og þeir eru báðir fluttir brott. Auðvitað hafa þeir verið eitthvað fleiri, það hlýtur eiginlega að vera.
Oft hef ég verið einn um einhverja tiltekna skoðun á mínum vinnustað og hef haft bara gaman að því. Sumir virðast ekki þola að fleiri en einn séu þeim ósammála og líta á það sem einelti.
En það er þekkt þetta smábæja-syndrome ... kjaftagangurinn. Þeir sem þola það ekki verða bara að búa í höfuðborginni. Fólkið þar er reyndar ekkert öðruvísi en annarsstaðar, kjaftagangurinn birtist í annari mynd og fólk verður ekki eins mikið vart við kjaftaganginn um sjálft sig, t.d. á vinnustöðum. Þegar vinnan er búin þá viet enginn neitt utan hennar, en í smábænum vita allir allt um alla, þú getur ekkert flúið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 17:58
ps. Ég kann prósentureikning, kynntu þér málið áður en þú fulyrðir frekar um þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 18:00
Óvenjuharðar umræður fara hér fram. Eru þeir sem málið varðar tilbúnir að standa við orð sín, t.d. í dómsmáli?
Rétt er að benda á 25. kafla hegningarlaganna um ærumeiðingar og vernd ærunnar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.8.2009 kl. 19:07
Helga Hreinsdóttir er einhver heiðarlegasta og besta manneskja sem ég hef kynnst. Vissulega er hún hörð í horn að taka ef á þarf að halda en fyrst og fremst stál heiðarleg. Ég veit að það var ekki alltaf auðveldur tími hjá Heilbrigðiseftirlitinu þessi framkvæmdaár.
Svo er rétt að halda því til haga að Helga var ekki í hópi þeirra sem hvað harðast börðust fyrir Kárahnjúkavirkjun. Saman ber eftirfarandi bókun frá bæjarstjórnarfundi á Héraði 6. júní 2001:
Jón Kr. Arnarson las og kynnti eftirfarandi bókun.
Bókun vegna skýrslu um umhverfismat fyrir Kárahnjúkavirkjun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar F-listans telja skýrsluna sýna fram á mikið rask á náttúru hálendisins norðan Vatnajökuls og að umhverfisáhrif á Héraði verði í mörgum þáttum neikvæð og/eða ófyrirséð. Ekki verður heldur séð af skýrslunni að jákvæð áhrif á samfélag íbúa á Austurlandi réttlæti svo mikið og óafturkræft rask í landslagi sem börn okkar skulu erfa. Við leggjumst því gegn því að virkjun verði heimiluð.
Helga Hreinsdóttir
Jón Kr. Arnarson
Svo mörg voru þau orð. En ég held að öllum sem leggja á sig að lesa þessar athugasemdir hér megi nú verða ljóst hversu erfitt þetta mál var á Austurlandi. Í því ljósi er auðvitað skelfilegt að hugsa til þess hversu mikið klúður þetta allt saman var. Mér sýnist að við Helga Hreinsdóttir höfum haft rétt fyrir okkur þegar við lögðum fram þessa bókun sumarið 2001, eða tveimur árum áður en framkvæmdirnar komust í fullan gang.
Jón Kristófer Arnarson, 23.8.2009 kl. 19:43
Áhugavert kann að vera fyrir einhverja að kynna sér afkomu Landsvirkjunar fyrri helming þessa árs. Hagnaður 47 milljónir USD og handbært fé frá rekstri rúmar 100 milljónir USD (það er fé í kassann til að greiða niður skuldir). Sjá http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/993
Fyrir áhugasama: Um kostnað og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er til endurskoðað arðsemismat frá upphafi árs 2008. Stofnkostnaður fór um 7% fram úr áætlun. Raunar er framleiðslugeta virkjunarinnar um 7% meiri en ráðgert var og Fjarðaál kaupir um 7% umfram upphaflegan samning. Sjá http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/487
Landsvirkjun skilaði tapi 2008. Sjá eftirfarandi grein Stefáns Svavarssonar um mat hans á stöðu fyrirtækisins úr Morgunblaðinu í apríl sl. Stefán er einn helsti sérfræðingur landsins á sviði endurskoðunar - hann telur að staðan sé góð þrátt fyrir tapið 2008 og að fyrirtækið gæti með áframhaldandi rekstri viðlíka og 2008 greitt upp allar sínar skuldir á 16 árum (þ.m. t. Kárahnjúkavirkjun). Sjá http://www.landsvirkjun.is/i-orkuumraedunni/nr/849Þorsteinn Hilmarsson, 23.8.2009 kl. 20:08
Bankarnir voru líka með flotta afkomu í sínum uppgjörum allt fram að hruninu.
En hvernig er með peningana sem Lv. greiddi til Fljótsdalshrepps í gegnum félagsheimilið, Gunnarshús og með beinum greiðslum í hreppssjóð? Eru þær tölur opinberar og inni í kostnaðinum við virkjunina? Hversu háar voru þessar upphæðir, getur þú upplýst það hér?
Landsvirkjun greiddi árum saman upphæð í hreppsjóð sem fyrir einhverja undarlega tilviljun var sama upphæð og laun Oddvita.
Jón Kristófer Arnarson, 23.8.2009 kl. 21:33
Getur upplýsingafulltrúi Lv. frætt okkur um þau lán sem tekin voru til að fjármagna byggingu Kárahnjúkavirkjunar? Hver er staða þeirra á núvirði? Svo lýsi ég auðvitað eftir upplýsingum um raforkuverð til Alcoa sem er líklega ekki löglegt að halda leyndum samkv. neytendalöggjöf innri markaðar ESB.
Sigurður Hrellir, 23.8.2009 kl. 22:59
"Árlegur hagnaður fyrir skatta af Kárahnjúkavirkjun er áætlaður að meðaltali 4.220 millj. kr. á verðlagi ársins 2008."
http://www.karahnjukar.is/files/2008_3_7_Skýrsla%20til%20Alþingis%20mars%202008.pdf
Þetta hlýtur að vera skelfilegt áfall fyrir ykkur, piltar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2009 kl. 23:44
Það hafa borist fréttir af því í að Landsvirkjun eigi í fjárhagserfiðleikum. Ef það er rétt sem hér kemur fram að Landsvirkjun sé í góðum málum þá er auðvitað sjálfsagt að fagna því. Þessi stóriðjustefna er nú víst nógu röng og vond svo það bætist ekki á þjóðina að taka við miklum skuldabirgðurm frá Landsvirkjun.
Jón Kristófer Arnarson, 24.8.2009 kl. 09:36
http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2009/08/23/byggdir-og-obyggdir-eydilagdar/
Sigurður Hrellir, 24.8.2009 kl. 10:17
Hvað var það nákvæmlega sem Pelli sagði sem varð til þess að þú sást ástæðu til að loka á hans skoðanir????
Hér má sjá svar Pella.
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/935518/#comments
Treystir þú þér ekki í rökræður við hann??
(IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 16:06
Hagnaður Landsvirkjunnar fyrrihluta ársins 2009 er 6 milljarða króna . Bömmer!
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2009 kl. 16:35
Gunnar. Það voru einhverjar fréttir í vetur um erfiða fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og lágt lánshæfismat. Ef það er ekki á rökum reist þá er það bara hið besta mál. Get ekki tekið undir með þér að það sé einhver bömmer.
Sigurlaug. Ég man aldrei eftir því að hafa heyrt, séð eða lesið rökræður hjá Pella. Þetta er svona "grumpy" kall sem nærist á illmælgi og tuði. Hann kom hér oft með einhver leiðindi hér inn á bloggið sem átti ekkert skylt við rökræður. Þú getur eflaust fundið það hér í gömlum bloggum ef þú nennir að leita, en það er enginn skemmtilestur. Fjallaði aðallega um hvað ég væri ömurlegur og hefði látið vont að mér leiða fyrir Austan. Hann er eitthvað sár enn held ég yfir því hversu okkar framboð vann mikið fylgi á kostnað Framsóknar.
Pelli er giftur sóma konu á ágæta syni sem eru kunningjar mínir. Því leiddist mér þetta röfl í honum hér og setti hann í bann. Var samt ekkert að auglýsa það. Þegar hann fattaði það þá bjó hann svo til þetta blogg sem þú vísar í. Það lýsir reyndar ágætlega hans karakter. Tal hans um þráhyggju, óheilbrigði mitt og hversu lágt ég sekk í mannlegum samskiptum hittir hann sjálfan fyrir kall angann.
Jón Kristófer Arnarson, 25.8.2009 kl. 20:28
Þar verðum við að vera ósammála Jón, því mér finnst Pelli oft með mjög góð rök fyrir sínu máli, ég er hreint ekki alltaf sammála honum en það er bara allt í lagi, og jú jú það fylgja honum oft einhverjir orðaleppar, en hjá hverjum er það ekki??
Ég get nú ekki betur lesið en þú gerir það sjáfur oft á tíðum. Mér finnst þetta líta út eins og að þú treystir þér ekki í þessar umræður og skil því vel, eins og þú segir sjálfur að þú værir ekki auglýsa það, að lokað verði á þá sem máta þig.
(IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:47
Við erum þá bara ósammála. Enda ég sem ákveð hverja ég loka á og af hverju. En ég hef aldrei verið mátaður í rökræðum við Pella, einfaldlega vegna þess að ég hef aldrei rökrætt við hann. En ef honum hefur mislíkað það sem ég hef sagt um skoðanir mínar á stóriðjumálum þá hafa rök hans verið þau að ég sé svo bilaður, ruglaður og geðveikur. Að ég hafi verið svo lélegur í því sem ég tók mér fyrir hendur fyrir Austan og hvort það sé ekki öruggt að mér hafi vegnað illa allar götur síðan. Svona flokkast undir illmælgi en ekki rökræður. Og læt ég hér með lokið umfjöllun minni um þetta manngrey.
Jón Kristófer Arnarson, 26.8.2009 kl. 07:29
Mörg, jafnvel flest fyrirtæki í heiminum í dag hafa slæmt lánshæfismat. Það hefur ríkið einnig og ríkið/LV eru tvær hliðar á sama peningnum. Staðan er þannig að fjármagn fæst einfaldlega ekki vegna bankakreppunnar í heiminum. Þess vegna er staða LV erfið, sérstaklega varðandi nýframkvæmdir. En allt tal virkjanaandstæðinga um að LV sé að fara á hausinn er óskhyggja. Þið hafið talað svo fjálglega um að verið sé að gefa orkuna til álfyrirtækjanna en þessar afkomutölur afsanna það bull auðvitað. Ég er þó ekki að segja að orkuverðið sé hafið yfir gagnrýni, alls ekki. Gagnrýnin verður bara að vera á vitrænum grunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 08:34
Á síðasta ári var tap Landsvirkjunar 40 milljarðar og í tengslum við þá frétt kom fram að fyrirtækið hefði rekstrarfé út næsta ár. Ef þetta hefur snúist til betri vegar þá er það auðvitað hið besta mál. Sem breytir samt engu um að Kárahnjúkaverkefnið var misheppnað.
Jón Kristófer Arnarson, 26.8.2009 kl. 09:11
Áður en ákveðið var að ráðast í framkvæmdirnar eystra var Landsvirkjun nánast skuldlaust. Nú hefur heldur en ekki orðið breyting á og ekki öll kurl hafa verið dregin til grafar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Lokareikningur frá Imprégíló hefur ekki enn borist og eftir er að semja um tugi ef ekki hundruði milljóna til landeigenda.
Þjóðin er ekki sú sama fyrir og eftir þessa umdeildu og rándýru framkvæmd sem gróf undan efnahagslífi þjóðarinnar. Við sem alltaf höfðum efasemdir erum núið um nasir sitthvað sem ekki er sæmandi.
Kveðja
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.8.2009 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.