Flott!

Það getur verið stutt í fordóma okkar gegn innflytjendum.  Slíkir fordómar spruttu upp í aðdraganda kosninganna 2007 þegar Frjálslyndi flokkurinn gerði sérstaklega út á þá í atkvæðaveiðum.  Síðan flokkurinn lognaðist útaf hefur blessunarlega minnkað þessi fordómafulla umræða og hatursáróður.

Mér sýnist þessi mynd, "Vegurinn heim", vera mjög til þess fallinn að vinna gegn fordómum.  Vona að þetta námsefni verði svo kennt sem víðast.  Óska aðstandendum til hamingju með þetta framtak.

Allra helst vona ég að hér verði aldrei aftur gerð tilraun til þess að stofna öfgafullan þjóðernishyggjuflokk sem byggir tilveru sína á fordómum gegn því fólki sem á hvað mest undir högg að sækja í okkar þjóðfélagi.

Það hafa flogið fyrir einhverjar kjaftasögur að fyrrum félagar í Frjálslynda flokknum hyggist ganga í Borgarahreyfinguna og yfirtaka hreyfinguna á landsfundi í september.  Jafnvel að það fólk ætli svo að slá skjaldborg um þinghópinn.

Ég hef enga trú á að þetta gerist.  Ég hef gagnrýnt þinghópinn og ekkert farið í felur með að mér finnst þau hafa staðið sig afar illa í að vera í tengslum við hreyfinguna.  En það veit ég þó að þessir þremenningar munu aldrei verða þingmenn einhverra öfgafullra þjóðernissinna eða rasista. 


mbl.is Vegurinn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þormar

Þetta er bara ansi góður pistill hjá þér Jón Kristófer Arnarson. Takk fyrir.

Sigmar Þormar, 29.8.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tek undir með þér! Þó svo að ég hafi ekki verið sátt við allt sem þau hafa gert....langflest samt og yfir mig ánægð með sumt.. þá þekki ég fáa sem eru jafn ólíklegir til að starfa undir merkjum Frjálslynda flokksins!!!

Heiða B. Heiðars, 29.8.2009 kl. 12:47

3 identicon

Sæll

Mátt endilega senda email á mig á jth16@hi.is svo ég fái að vita emailið þitt ef þú vilt ekki gefa það hér upp ;)

JóhannG (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Sendi á þig Jóhann, en mitt meil er jonkr@lbhi.is

Jón Kristófer Arnarson, 30.8.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband