Lýðræði og flokksræði?

Aukið lýðræði, hljómar kannski klisjulega.  En engu að síður var það nákvæmlega það sem Borgarahreyfingin vildi gera, auka lýðræði.

Hið undarlega gerðist svo að hvergi hafa sést eins ólýðræðisleg vinnubrögð og innan Borgarahreyfingarinnar.  Aldrei hafa þingmenn nokkurs stjórnmálaflokks með svo markvissum hætti forðast öll samskipti við stjórn og grasrót.

Af hverju?  Jú það virðist einhver illkvittinn þingmaður eða ráðherra hafa laumað að þeim að það væri svokallað flokksræði að ráðfæra sig við stjórn og mæta á félagsfundi.  Það gæti haft þær skelfilegu afleiðingar í för með sér að þingmenn tækju mark á félögum sínum í hreyfingunni og hættu þannig að fara eftir eigin sannfæringu.  Slíkt væri klárt stjórnarskrárbrot.  Lýðræði væri því af hinu vonda því það væri það sama og flokksræði.

Samkvæmt orðabókum þá er flokksræði það þegar einn eða fleiri stjórnmálaflokkar hafa óeðlilega mikil völd. 

Ef þingflokkur hefur óeðlilega mikil völd innan stjórnmálahreyfingar þá er það flokksræði.

Þannig er flokksræði og lýðræði ekki samheiti.  Þvert á móti þá eru þetta andstæður.  Það mætti einhver góðviljaður ráðherra eða þingmaður lauma þessu að þessu annars ágæta fólki. 

Gjáin sem myndast hefur milli þingmanna og almenns félagsmanns í Borgarahreyfingunni á sér nefnilega rót sína í þessum leiða misskilningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jón, eftir því sem ég best veit eru þingmennirnir okkar í sambandi við fjölmarga einstaklinga í grasrót hreyfingarinnar, sem og í grasrótinni almennt.

Gjáin er ekki á milli þeirra og allra hinna, gjáin er á milli þeirra og örfárra einstaklinga sem geta ekki fyrirgefið þeim að hafa kosið með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB málinu.

Baldvin Jónsson, 5.9.2009 kl. 00:37

2 identicon

Það er ekki nóg að þingmennirnir séu í sambandi við fjölmarga einstaklinga í grasrótinni ef það samband er utan opinna funda.  Því þá geta þingmenn valið sér já-fólk til álitsgjafar.  Þessu er ekki beint að núverandi þingmönnum, við megum ekki gleyma okkur í núverandi ástandi, þessi lög eru jú til framtíðar.

Varðandi ESB atkvæðagreiðsluna þá hefði mín vegna alveg mátt hafa verið kosning um litinn á innréttinguni í þinghúsinu, það er ekki málið sem kosið var um heldur hvernig vinnubrögðin í kringum það voru.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:54

3 identicon

En vil bæta því við að það er í fortíðinni, nú eigum við að horfa fram á við.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:54

4 identicon

En hvað heitir það þá þegar stjórn stjórnmálaflokks vill stýra öllu bak við tjöldin?

Er ekki  málið að það þarf að skapa grasrótinni reglur til að koma sínum skoðunum fram við þingflokk, og skapa skýra stefnu til að fylgja? Stjórn fyrir mér stendur altaf til hliðar fyrir þingflokki, og sér um daglegan rekstur, samskipti milli allra og þannig háttar. En ekki um stefnumótun eða að skipa þingflokki fyrir. Eða viljum við einhvern Kjartan Gunnarsson samanber Sjallarnir? Sem einræðisherra? Hvað þá 12 postula?

Nei grasrótin, Aðalfundir, og almennir félagsfundir eiga að sjálfsögðu að móta og stýra stefnu flokksins ekki einhver stjórn. Og auðvitað eiga þingmennirnir að framfylgja stefnuskránni eins nákvæmlega og kostur er.

Síðan eru næstar á dagskrá stjórnarskrár breitingar í anda stefnuskrár þar sem persónuframboð er sjálfsagt, einmitt til að kjósendur geti sjálfir dæmt um framistöðu Þingmanna.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 02:22

5 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Baldvin.  Þetta er röng greining hjá þér.  Það er gjá milli hreyfingarinnar og þinghóps.  .  Gjáin hefur ekki myndast vegna ESB málsins heldur vegna samskiptaleysis þinghóps við hreyfinguna.  Ef takast á að endurreisa hreyfinguna þá þarf að gera sér grein fyrir þessu vandamáli. 

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 07:39

6 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Arnór, stjórnin hefur ekki viljað stýra öllu bakvið tjöldin.  Veit ekki hvar þú hefur fengið þá ranghugmynd.

Þessi leið sem þú talar um að stjórn eigi að standa til hliðar við þingflokk og sjá um daglegan rekstur er vissulega athyglisverð.  En ekki lýðræðisleg að mínu mati.  En þetta eru reyndar þær hugmyndir sem heyra mátti hjá þinghópnum og er angi af þessu máli.  Eiginlega málið í hnotskurn og nákvæmlega það sem ég er að fjalla um í pistlinum.  Þinghópurinn eigi að ráða og stjórnin að þjóna.  Lýðræði og valddreifingu eigi að forðast því það sé sama og flokksræði.

Svona vil ég ekki sjá þetta.  Ég vil sjá valddreifingu og samstarf.  Þessi hópur sem þú kallar postula og Þór Saari kallar fíflin 12 er samstíga í þessu máli.  Það þurfi að efla lýðræðisleg vinnubrögð í hreyfingunni til að endurheimta traust innan hreyfingar.  Það er í raun allt sem farið er framá.

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 07:47

7 identicon

Ég var í góðu sambandi við Birgittu fyrir kosningar og ég var í framboði á sama lista og hún.

Ég vann að því að koma henni í nýja vinnu, sem þingmaður. 

Eftir að hún komst inn, hefur hún ekki viljað ræða við mig um nokkurn skapaðan hlut.

Þingmenn BH vilja ekkert skoðanir fólks innan hreyfingarinnar að gera.

Ég skammast mín að hafa verið svo heimskur að halda að "venjulegt" fólk sem færi inn á þing myndi halda eðlilegri skynsemi og viðhalda eðlilegum lífsgildum.

Heimir Örn Hólmarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:01

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jón og Heimir þið verðið að loka á ykkur munninum svo þið bullið ekki og ljúgið endalaust.

Heimir, ef að þú ert sá eini sem ekki nær sambandi við þingmenn BH þá er eitthvað að hjá þér, því að allir sem reynt hafa að ná í þingmenn BH hafa náð í þau svo það er eitthvað að hjá þér. Þú bullar bara.

Jón, það er greinilegt á skrifum ykkar 12menninganna að þið viljið að stjórn BH stjórni bæði upp og niður og ekki síður bæði til hægri og til vinstri. Þið getið ekki Fram fylgt stefnu ykkar nema aulýsa eftir þingmönnum og ráða þau með ráðningasamning og þið vitið vel að það er ekki hægt. Þið 12menningar setjið Fram stefnu um flokksræði af verstu sort, þið ætlið að gera grasrórarhreyfingu að flokki og verst þykir mér að Bjarki Hillmarss skuli stökkva á þennan vagn heimskunnar og er einnig sannfærður um að þú og Inga eigið ekki samleið með þessu fólki - en sá allra vitlausasti er ekki fæddur enn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.9.2009 kl. 12:24

9 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Við erum bara ósammála í þessum efnum og verðum að lifa við það.  Getum væntanlega stafað saman fyrir það.  Þú ert maður flokksræðisins en ég lýðræðisins.   Þú villt að þinghópurinn starfi sjálfstætt en ég að náið samstarf sé milli þinghóps og hreyfingar.  Ég skal virða þínar skoðanir og þær geta átt rétt á sér en sparaðu gífuryrðin um okkur hin sem viljum sjá aukið lýðræði í Borgarahreyfingunni og landsmálum almennt.  Okkur gengur gott eitt til, trúðu því.

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 12:58

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,Aldrei hafa þingmenn nokkurs stjórnmálaflokks með svo markvissum hætti forðast öll samskipti við stjórn og grasrót. Jón þetta er lýgi, við skulum bara kalla það sem það heitir.

,,Hið undarlega gerðist svo að hvergi hafa sést eins ólýðræðisleg vinnubrögð og innan Borgarahreyfingarinnar. Enn svo vilji þið koma á, bíddu nú man ég það ekki alveg Jón, var það stjórn sem skal ráða öllu og öllum, var það ekki ?

,,Af hverju?  Jú það virðist einhver illkvittinn þingmaður eða ráðherra hafa laumað að þeim að það væri svokallað flokksræði að ráðfæra sig við stjórn og mæta á félagsfundi.  Það gæti haft þær skelfilegu afleiðingar í för með sér að þingmenn tækju mark á félögum sínum í hreyfingunni og hættu þannig að fara eftir eigin sannfæringu.  Slíkt væri klárt stjórnarskrárbrot.  Lýðræði væri því af hinu vonda því það væri það sama og flokksræði." Jón það er barnaskapur að tala svona og segir nú bara til um hvað þú ert að láta "brennuvargana" bulla í þér.

Það vita það allir viti bornir menn að grasrótarhreyfing getur ekki virkað með öll þessi völd á höndum þriggja aðila eins og þið viljið hafa það, það heitir flokkur, það vita það allir að þingmaður á að taka ákvörðun samkvæmt sannfæringu sinni samkvæmt lögum, Jón þú ert fastur í þessum leiða misskilning þínum varðandi ESB atkvæðagreiðsluna, láttu þér renna reiðna og skoðaðu hvað var í gangi en ekki hvað "brennuvargarnir" voru að segja.

Ég ætla bara ekki að sætta mig við það Jón að nokkrir aðilar óánæggðir að eðlisfari fari um með rangtúlkanir og flökkusögur um þingmenn og eða aðra félaga í Borgarahreyfingunni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.9.2009 kl. 13:20

11 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ég stend við hvert orð í þessari grein Högni.  Þinmenn hafa með markvissum hætti forðast öll samskipti við stjórn og grasrót. 

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 13:34

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er ekki satt Jón og þú veist það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.9.2009 kl. 14:44

13 identicon

Jón samkvæmt glærum þeim sem fylgdu framboði ykkar:  http://gandri.wordpress.com/files/2009/09/skipulagframtidarsyn.ppt

Þá gerið þið meðal annars ráð fyrir því að Þinghópurinn heiri beint undir stjórn. Er það líðræðislegt?  

Ætlið þið að leggja fram sér sett af lagatillögum fyrir hreifinguna?                               Eða ætlið þið að leggja alt það sem er öðruvísi í glæru kynningu ykkar fram sem breitingar tillögur, við annars þá ágætu vinnu sem starfshópurinn um lagabreitingar hefur þegar lagt fram?                                                                                                  Því ég fæ ekki betur séð en að breitingarnar séu all mikklar, og síst líðræðislegri.    Og hvort heldur sem verður fáum við að sjá ykkar tillögur fyrir aðalfund?                              

Eitt t,d. sem þið viljið, er að stjórnin ráði sér sjálf framkvæmdastjóra En í hinum lagatillögunum stendur   m.a.: Ráðningu starfsfólks skal aðeins gengið frá að undangenginni kynningu og samþykkis félagsfundar.   Hvort er líðræðislegra?       

Eruð þið mjög óánægð með þær tillögur sem Komið hafa frá  Jóni Þórog félögum?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 15:05

14 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þannig hef ég upplifað þetta Högni, meira hef ég ekki að segja um það í sjálfu sér.  Þau hafa ekki séð ástæðu til að mæta á félagsfundi nema í undantekningatilfellum og ekki mætt á hópafundi þó þess hafi sérstaklega verið óskað.  Ég er varaþingmaður og það hefur heyrt til algerra undantekningatilfella að þingmenn hafi sett sig í samband við mig af fyrra bragði. 

Ég hef reyndar skilið þinn málflutning á þann veg að þér finnist að þingmenn ætti sem minnst að bera sín mál undir stjórn og félagsmenn, eða er það rangt skilið hjá mér?  Þú hefur fyrir einhvern misskilning kallað það flokkræði ef ég man rétt ef þingmenn taka ákvarðanir í samráði við varaþingmenn, stjórn og grasrót.

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 15:08

15 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Arnór, ég er ánægður með þær tillögur sem Jón Þór og félagar hafa komið fram með, í öllum aðal atriðum.  Og já, mér finnst það í anda lýðræðis og valddreifingar að samskipti stjórnar og þinghóps sé með þessum hætti.  Lýðræðiskjörin stjórn fari með æðsta vald milli aðalfunda og þingmenn séu partur af hreyfingunni.  Þrátt fyrir þetta þá geta þingmenn auðvitað greitt atkvæði eftir sinni sannfæringu.  

Málið snýst um það hvort málefni líðandi stundar séu rædd í þátíð eða nútíð.  Þinghópur á að viðra mál meðan þau eru á ákvörðunarstigi en ekki þegar búið er að taka ákvörðun. 

Sjálfur var ég í bæjarstjórn á Héraði fyrir nokkrum árum og þá fyrir framboð sem var ekki ólíkt því sem ég vil sjá Borgarahreyfinguna vera.  Þannig var að á miðvikudögum  voru til skiptis haldnir bæjarráðsfundir og bæjarstjórnarfundir.  Fundargögnin voru send út deginum áður.  Á þriðjudagskvöldum hittum við bæjarfulltrúa á fundi alla þá félaga okkar sem vildu mæta.  Þar fórum við yfir dagskrá komandi fundar og ræddum málin.  Þetta voru lýðræðisleg vinnubrögð að mínu mati og ómetanlegt að fá sjónarmið inn í umræðuna áður en um málin var fjallað í bæjarráði eða bæjarstjórn.  En það breytti því ekki að á endanum greiddi maður atkvæði eftir sinni sannfæringu.  En sú sannfæring gat tekið mið af viðræðum og ábendingum góðs fólks í hreyfingunni.

Þá var þetta svona að það var stjórn hjá okkur sem fór með æðsta valdið í hreyfingunni og bæjarstjórnarhópurinn heyrði undir þá stjórn út frá skipuriti.  Ég man aldrei eftir að það hafi verið eitthvað vandamál.  Þvert á móti þá virkaði það bara mjög vel.

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 15:19

16 identicon

 Jón þú svaraðir ekki spurningunni um hvernig þið ætlið að standa að lagabreytingartillögunum sem þurfa, til að ykkar plan um að stjórnin sé yfir Þingflokknum.

Í tillögunum frá nefndinni segir:

 6. grein. Stjórn.
6.1. Aðalfundur felur stjórn Borgarahreyfingarinnar eftirfarandi hlutverk og
valdsvið, en þó með þeim takmörkunum sem lög þessi geyma:
6.1.1. Stjórn er ábyrg fyrir daglegum rekstri hreyfingarinnar, fyrir því að
halda félagsmönnum og borgurum landsins upplýstum um starfsemi
hreyfingarinnar og sjá til þess að hreyfingin sé starfhæf. Stjórn hefur vald til
þess að reka skrifstofu og ráða starfsfólk sbr. grein 13.
6.1.2. Stjórn skal bera ábyrgð á fjárreiðum Borgarahreyfingarinnar,
skuldbindingum hennar og fullnustu þeirra. Almennir félagsmenn skulu ekki
bera ábyrgð á fjárreiðum eða rekstri hreyfingarinnar. Firmaritun
hreyfingarinnar er í höndum meirihluta stjórnar, og er takmörkum háð sbr.
grein 14.
6.1.3. Stjórn skal hafa eftirlit með því að opinberri stefnu hreyfingarinnar sé
fylgt milli aðalfunda. Ef stjórn telur að þingmenn eða aðrir meðlimir
hreyfingarinnar gangi gegn stefnu hreyfingarinnar, skal stjórnin sannanlega
boða til félagsfundar með fjögurra vikna fyrirvara
og reyna eins og hægt er
að viðkomandi félagsmaður geti sótt fundinn til að útskýra afstöðu sína. Eftir
að viðkomandi félagsmaður hefur útskýrt sitt mál getur hver félagsmaður
lagt málið í dóm fundarins sem skal taka til þess afstöðu sbr. grein 8.1.4.

Mér persónulega finnst þetta ekki galnar tillögur, þær gera klárlega ráð fyrir að stjórnin starfi til hliðar með Þinghópnum og virki sem eftirlits aðili, og komi á Félagsfundi sem æðsta valdi til að leysa ágreining frekar en að Stjórn hafi það vald.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 15:48

17 identicon

Annað vald sem þið virðist vilja flytja frá Grasrótinni og félagsfundum er:

Slide 7 .O {color:black; font-size:149%;}
Stjórn setur upp skipulag boðleiða og verkferla.
 
Þetta finnst mér eiga að vera á könnu Aðal og félagsfunda frekar en stjórnar. 
Samanber 8-9 og 10 grein lagatillaga frá hópnum.
 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 15:57

18 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Stjórn fer með völd milli aðalfunda og setur upp skipulag verkferla í samræmi við samþykktirnar að sjálfsögðu.

Mér finnst samhljómur í tillögum okkar og vinnuhópsins varðandi stöðu þinghóps gagnvart stjórn.  Þetta er sett upp á myndrænan hátt í okkar glærum.  Sé ekki alveg hvar munurinn liggur.  Mér finnst greinin 6.1.3 einmitt staðfesta þetta.  Stjórnin heldur utan um starfið og leysir úr ágreiningi.

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 16:40

19 identicon

6.1.3. Stjórn skal hafa eftirlit með því að opinberri stefnu hreyfingarinnar sé
fylgt milli aðalfunda. Ef stjórn telur að þingmenn eða aðrir meðlimir
hreyfingarinnar gangi gegn stefnu hreyfingarinnar, skal stjórnin sannanlega
boða til félagsfundar með fjögurra vikna fyrirvara

Ég get ekki séð að hægt sé að orða þetta skýrar. Stjórnin vísar ágreiningi til Félagsfundar.  Akkúrat eins og þetta ætti að vera, en ekki að Stjórnin sé að tukta einn eða neinn, hvað þá að vera með blaðayfirlýsingar. 

 "Stjórn fer með völd milli aðalfunda og setur upp skipulag verkferla í samræmi við samþykktirnar að sjálfsögðu." sagðir þú.

Já þau völd sem falla undir stjórn. Og eru vel útlistaðar hér ofan.

Mér finnast glærurnar ansi klénar þegar kemur að smáatriðum, nema þar er dagljóst að í þeim tillögum: Stjórnin svarar eingöngu undir Grasrót-Þjóðarráð en engar aðrar útlistanir á framkvæmd þess. Allir aðrir síðan undir Stjórn og ekkert nákvæmar útlistað. Nema að stjórn stýrir öllu!, fagráði, Þinghópi, fjármálum, framkvæmdastjórn og svo vidare. Sem er alls ekki í samræmi við lagatillögur um starfssvið þessara ólíku hópa.

Þannig að spurningin um hvernig þið ætlið að standa að þessum lagabreitingum stendur enn.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:18

20 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jón - færsla 18 - á það ekki að vera " stjórnin heldur utanum starfið og býr til ágreining"?

Má bjóða ykkur sósu með þingflokkum?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.9.2009 kl. 18:38

21 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Lísa, það finnst mér ekki.  .

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 19:27

22 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Arnór.  Það verða ræddar lagabreytingar þarna á fundinum.  Við munum standa vörð um þær tillögur sem liggja fyrir og eru í samræmi við okkar sýn.  Í öllum aðal atriðum er samhljómur í okkar hugmyndum og þeim tillögum sem liggja fyrir.  Ekki síst hvað varðar hlutverk stjórnar og samskipti stjórnar og þinghóps.

Jón Kristófer Arnarson, 5.9.2009 kl. 19:30

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Lísa góð

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.9.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband