Ísland fyrir Íslendinga?

Nú eru umrótatímar í Borgarahreyfingunni og styttist í landsfund.  Þar verður eflaust tekist á um einhver málefni en í grundvöllinn erum við öll sammála um ákveðin grunngildi.

Víða í nágrannalöndunum hafa sprottið upp þjóðernishyggju flokkar sem sækja sér fylgi með því að ala á fordómum og vera með hræðsluáróður gegn innflytjendum.  Nú, eftir að Frjálslyndi flokkurinn datt af þingi, þá hefur enginn slíkur flokkur áhrif á Alþingi Íslendinga. Það er vel.

Í því upplausnar ástandi sem nú ríkir hér á landi er þó alltaf hætta á að upp spretti þjóðernishyggju hópar og reyni að hasla sér völl.  Jafnvel gæti verið hætta á að slík öfl reyndu að hafa áhrif innan raða Borgarahreyfingarinnar, sem gefur sig út fyrir að vera opinn og lýðræðislegur vettvangur.

Við þurfum á komandi landsfundi að taka af allan vafa um að Borgarahreyfingin vill ekki og mun aldrei verða stjórnmálaafl sem gerir út á fordóma af neinu tagi.

Ég varpa hér fram í upphafi spurningunni hvort Ísland eigi að vera fyrir Íslendinga, líkt og gert var í frægri blaðagrein fyrir bráðum þremur árum.  Auðvitað á Ísland að vera fyrir Íslendinga og allt það fólk sem hér vill leggja hönd á plóg við uppbyggingu og endurreisn landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ha? Varst þú ekki, Jón, að furða þig á því að ég væri að nefna einhverja dularfulla meinta ásókn FF-manna innfyrir raðir Borgara? Eða var það einhver annar. Eða ertu kannski að enduróma mínar áhyggjur án þess að fleira hafi komið til?

Segðu okkur endilega hvort þú teljir þig hafa orðið varann við einhverjar tilhneigingar í þá átt sem þú talar um, að það "gæti verið hætta á að slík öfl reyndu að hafa áhrif innan raða Borgarahreyfingarinnar". 

En ég er tilbúinn til að semja með þér ályktun sem tekur af allan vafa...

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.9.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Friðrik minn, ég hef ekki orðið var við neina þjóðernishyggjumenn í kringum postulana.  Það fólk er var allt í Borgarahreyfingunni fyrir kosningar.  Ég veit ekki hvort þú veist það, en ég var nokkuð harður gagnrýnandi á stefnu Frjálslynda flokksins hér í bloggheimum fyrir fáeinum misserum og nokkuð "alræmdur" þá innan raða Frjálslyndra.  Býst að þeir bræður Þórðarsynir félagar þínir geti leitt þig í sannleika um það. 

Að mestu er ég að enduróma þínar áhyggjur og fátt sem ekkert nýtt komið til, nema kannski minniháttar efasemdir mínar um "kertasníki" í þessum efnum. 

Ég væri annars mjög tilbúinn til að semja með þér ályktun um þessi mál.  Verðum í bandi með það félagi.

Jón Kristófer Arnarson, 8.9.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gerið það drengir og skapið frið innan BH. Íslenska þjóðin, börn hennar, barnabörn og framtíð þeirra er í húfi. Framtíð sem hefst í dag. Ef við leyfum okkur að tæta BH í sundur sokknar þá ekki síðasta vonin?

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 9.9.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband