13.1.2009 | 14:30
Slæmar fréttir og góðar
Auðvitað eru pólitískar ráðningar í stjórnkerfinu ekki einsdæmi (frekar regla). Auðvitað vita líka allir hvernig pólitíkusar hafa notað áhrif sín til að þagga niður í fólki.
Vondu fréttirnar eru þær að enn virðist til fólk sem ver svona stjórnarhætti.
Góðu fréttirnar eru þær að þeim fer fækkandi sem verja slíkt.
Betri fréttir að fleiri og fleiri eru að átta sig á því að pólitísk spilling og óhæfir embættismenn er mein í þjóðlífinu sem þarf að uppræta ef okkur á að takast að komast upp úr kreppunni.
Enn betri fréttir að það styttist í kosningar þar sem Sjálfstæðisflokkur fær makleg málagjöld.
Allra bestu tíðindin að aldrei aftur ætlum við að fá í ráðherrastól spillta hrokagikki.
Vondu fréttirnar eru þær að enn virðist til fólk sem ver svona stjórnarhætti.
Góðu fréttirnar eru þær að þeim fer fækkandi sem verja slíkt.
Betri fréttir að fleiri og fleiri eru að átta sig á því að pólitísk spilling og óhæfir embættismenn er mein í þjóðlífinu sem þarf að uppræta ef okkur á að takast að komast upp úr kreppunni.
Enn betri fréttir að það styttist í kosningar þar sem Sjálfstæðisflokkur fær makleg málagjöld.
Allra bestu tíðindin að aldrei aftur ætlum við að fá í ráðherrastól spillta hrokagikki.
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Það er engum blöðum um það að frétta að Sigurbjörg á að upplýsa hvaða ráðherra á hér að hlut. Hvern er hún að vernda??
Jón Ragnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.