Ingibjörg Sólrún gengur gegn grasrótinni!

Þetta er víst það sem eitt sinn var kallað hið stjórnlynda lýðræði. Þrátt fyrir að fjölmennur fundur Samfylkingarfólks hafi í gær samþykkt ályktun um stjórnarslit þá vill Ingibjörg Sólrún halda samstarfinu áfram að minnsta kosti til vors. Þrátt fyrir að þúsundir manns hafi öskrað sig hása með slagorðinu "vanhæf ríkisstjórn" þá telur Ingibjörg Sólrún rétt að stjórnin sitji áfram.

Svo koma sömu þingmenn Samfylkingar sem í gær samþykktu ályktun um stjórnarslit fram í fjölmiðlum í dag og vilja lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina.Það er ekki nóg að kjósa í vor. Þetta er vanhæf ríkisstjórn sem hefur fengið sinn tíma án þess að nota hann. Sá tími er liðinn.

Allir á Austurvöll á laugardag klukkan þrjú.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband