Hvalveiðar

Í þessu hvalveiði máli togast á mismunandi hagsmunir. Annars vegar þeir hagsmunir að veiðarnar sjálfar og vinnslan skapar atvinnu og ef hægt er að selja kjötið, þá dálitlar útflutningstekjur. Hins vegar þeir hagsmunir að veiðarnar hafi neikvæð áhrif á ímynd landsins. Nú er það svo að hvalastofnar eru ekki staðbundnir heldur eru þetta flökkustofnar það er þeir færa sig úr einni lögsögu yfir í aðra. Nýting slíkra stofna getur því varla verið einkamál Íslendinga. Nú þegar rætt er um hugsanlega Evrópusambandsaðild þá höfum við mestar áhyggjur (réttilega) að eftir inngöngu komum við ekki nægilega að ákvarðanatöku um nýtingu okkar fiskistofna stofna. Veikir það ekki samningsaðstöðu okkar ef við sjálf tökum upp einhliða veiðiheimildir á hvalastofnum sem aðrar þjóðir vilja ekki veiða þegar þeir berast inn í þeirrar lögsögu? Er ekki augljós mótsögn í stefnu okkar Íslendinga ef einn sjávarútvegsráðherra í einu landi getur tekið ákvörðun um nýtingu stofns sem aðrar þjóðir hafa óumdeilanlegan rétt á að nýta eða eftir atvikum friða? Þegar við tökum ákvörðun um hvalveiðar þá getum við ekki gert það í trássi við aðra innanlandshagsmuni. Við verðum að hugsa um ferðaþjónustu og einnig hvaða áhrif neikvæð ímynd getur haft á markaðssetningu okkar framleiðslu erlendis. Svona má auðvitað reikna út með einföldum líkönum, það er hver áhrifin mega vera þar til veiðarnar hætta að borga sig. Slíkar pælingar hljóta að þurfa að liggja til grundvallar svona ákvarðanatöku. Ég má svo til með að minnast á tvenn undarleg rök þeirra sem hvað mest tala fyrir hvalveiðum. Hin fyrri eru að við eigum að veiða hvali vegna neikvæðra áhrifa þeirra á fiskistofna. Þessi rök fá ekki staðist. Þær hvalveiðar sem verið er að tala um eiga að miðast við að veiðarnar hafi ekki umtalsverð áhrif á stofnstærð hvalastofna, svokallaðar sjálfbærar veiðar. Til þess að hvalastofninn éti minni fisk þá þarf stofninn hins vegar að minnka. Veiðiráðgjöf Hafró og heimildir fyrrverandi sjávarútvegsráðherra ganga út á að stofninn haldist því sem næst óbreyttur og mun því ekki hafa áhrif á hversu mikið hvalir éta af fiski eða verða í fæðusamkeppni við nytjafiskategundir (skíðishvalir borða sjaldnast fisk skilst mér). Seinni rökin eru hin þjóðernislegu. Það er að við eigum að veiða hvali til að sýna útlendingum að við erum sjálfstæð þjóð sem ekki látum segja okkur fyrir verkum. Svona rök dæma sig auðvitað sjálf. Við viljum taka þátt á samfélagi siðaðra þjóða og svona barnaleg þjóðernishyggja getur í besta falli verið spaugileg. Enda að mestu sprottin undan rifjum hins stórundarlega Frjálslynda flokks sem gjarnan gera út á þjóðernishyggjuna í sinni máttlausu atkvæðaveiðum.
mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Samkvæmt því sem þú heldur fram sýnist mér Frjálslyndir hafa aukið fylgi sitt allverulega  og ættu að vera með um 80% fylgi. Þeir vita eins og flestir Íslendingar að hvalurinn gefur meira af sér veiddur en óveiddur. Og ekki veitir af þeirri atvinnu og tekjum sem skapast af veiðunum.

Ólafur Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ímynd landsins, hhmmm hver er ímynd landsins, minni bara á viðtal(ið) við Kristján Loftsson í Kastljósi um daginn, ég er alveg sammála því sem kom í Kastljósinu, hvalaskoðun hefur aldrei notið eins mikilla vinsælda eins og nú, og ég sé bara ekkert athugavert við það að við getum veitt hval og verið með hvalaskoðun í leiðinni, við eigum að nýta auðlindir okkar eins og við getum, það er okkar ímynd að mínu viti.

Áfram Ísland.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.2.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ægir segir að við eigum að nýta okkar auðlindir eins og við getum og það sé okkar ímynd.  Í mínum huga er málið bara örlítið flóknara en þetta.

Ég get alveg tekið undir það að við eigum að nýta okkar auðlindir en þó með ákveðnum fyrirvörum.  Við eigum ekki að nýta auðlindirnar bara til að nýta þær.  Grunn hugsunin verður að við nýtum þær okkur til framdráttar.  Ég kaupi ekki þjóðernishyggjulegar forsendur fyrir nýtingu heldur tel ég að við eigum að nýta þær ef nýtingin er okkur til góðs, annars ekki.  Við eigum fullt af náttúruauðlindum sem okkur dettur ekki til hugar að nota vegna þess einfaldlega að það svarar ekki kostnaði og ávinningurinn er þá enginn.  Varðandi hvalveðarnar þá er ég bara að segja að ef við veiðum hvali þá þarf það að vera hafið yfir allan vafa að við séum að hagnast á þeirri nýtingu.  Í mínum huga er alls ekki víst að svo sé og margt sem bendir til þess að við hreinlega töpum á því.

Annað atriði er mikilvægt þegar kemur að nýtingu auðlinda en það er að gera það með þeim hætti að það skerði sem minnst möguleika þeirra kynslóða sem eftir koma.  Ég tel að ef við nýtum hvalastofna án tillits til skoðana annarra þjóða þá getum við skemmt verulega möguleika okkar á komandi árum.  Til dæmis þegar og ef af því kemur að semja á við Evrópusambandið.

Og eitt enn.  Ægir segir "okkar auðlindir".  Þarna liggur kannski hundurinn grafinn.  Hvalastofnarnir eru nefnilega ekki okkar auðlindir í þeim skilningi að þessar skepnur komi öðrum ekki við.  Þær eru hér víð Íslandsstrendur hluta úr ári en þar með getum við ekki ákveðið ein og sér hvernig nýtingu er háttað.  Líkt og um nýtingu annarra flökkustofna þá verðum við að semja við fleiri lönd um nýtingu en taka ekki einhliða ákvarðanir í þeim efnum.

Jón Kristófer Arnarson, 6.2.2009 kl. 09:55

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón. Ég held að það sé hafið yfir allan skinsamlegan vafa, að þú ert klárlega á móti atvinnu uppbyggingu og nýtingu auðlinda okkar, af flestum toga.  Hvað er þá eftir?

Hingað til hafa þeir sem eru í ferðaþjónustu ekki fláð feitan gölt í þeirri starfsgrein, þó sem betur fer séu nokkrar undantekningar á því.

Hvaða gjaldeyrisskapandi atvinnugrein getur þú séð fyrir þér? Bankastarfsemi??

Benedikt V. Warén, 11.2.2009 kl. 13:54

5 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ég er þvert á móti hlyntur allri atvinnu uppbyggingu og nýtingu auðlinda sem geta skapað gjaldeyri. En í því sambandi vil ég þó eðlilega horfa á nettóahrifin. Kárahnjúkadæmið og álverið á Reyðarfirði hafði þau nettó áhrif að gjaldeyrir tapast og ég hef áhyggjur að svipað verði uppi á teningnum með hvalveiðarnar.

Jón Kristófer Arnarson, 14.2.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband