14.2.2009 | 13:54
Vildi sennilega vel
Sennilega vildi Valgerður vel þó hún væri í spilltum flokki. Ég hugsa að það sé einnig rétt að hún hafi viljað vel þegar hún átti þátt að máli í hinni misheppnuðu Kárahnjúkavirkjun. En ekki veit ég að hvaða hvötum hún er enn að reyna að telja sjálfri sér og öðrum trú um að sú framkvæmd hafi verið til góðs, þvert á staðreyndir sem blasa við.
Valgerður ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Misheppnuð Kárahnjúkavirkjun? Þú hlýtur að miða við einhverjar staðreyndir en ekki huglæga skoðun þína á málinu, ekki satt? Það er ótækt að meta Kárahnjúkavirkjun misheppnaða eftir 1 ár í fullum rekstri.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 15:15
Sem verkfræðilegt mannvirki var Kárahnjúkavirkjun kannski ekki misheppnuð, en arðsemin á eftir að sýna sig. Mig minnir að Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hafi reiknað út að hún gæti aldrei borgað sig. Og umhverfisáhrifin eru mikil og varla jákvæð, hvernig svo sem menn vilja meta þau í krónum og evrum.
Halldór Sverrisson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 16:57
Kárahnjúkavirkjun getur hugsanlega staðið sem einhverskonar verkfræðiviðundur en það er komið á daginn að í besta falli er ávinningurinn enginn. Reyndar bendir margt til þess að tapið sé ofboðslegt. Til að mynda hefur Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn fjallað um þessa framkvæmd sem eina af megin orsökum þess ferlis sem leiddi til kreppunnar nú.
Atvinnuástandið er verra nú á Austurlandi en fyrir framkvæmdir og skráðir atvinnulausir þar eru nú fleiri en störfin í álverinu. Þá hefur komið í fréttum að fyrirtæki sem hvað mest tóku þátt í þenslunni fyrir Austan eru ýmist í vandræðum eða farin á hausinn. Íbúðir og verslunarhúsnæði stendur svo tómt.
Jón Kristófer Arnarson, 14.2.2009 kl. 17:18
Sæll félagi,
var að reyna að skýra þetta með Valgerði út fyrir Pella vini okkar á blogginu hans.
Sjá þar, óttast samt að tala fyrir dauðum eyrum.
Kveðjur,
Erlendur Steinþórsson, Egilsstöðum.
Erlendur Steinþórsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:01
Kveðjur að norðan :-)
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.2.2009 kl. 09:31
Sælir félagar allir og bið einnig að heilsa norður Ingólfur.
Erlendur, ég var að renna yfir skrif þín hjá Pella og hafði gaman af. Þú ert nú alltaf flottur. Eruð þið enn að vinna saman á flugvellinum?
Bestu kveðjur.
Jón Kristófer Arnarson, 15.2.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.