Furðulegt!

Eins og reynslan hefur verið vond af stóriðjustefnunni.  Það hljóta allir að sjá hversu mikil mistök Kárahnjúkavirkjun var og ekkert sem bendir til að það gangi betur nú. 
mbl.is Meirihluti vill álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svona færsla líta margir á sem guðlast. Að dirfast að setja spurningamerki við þetta heilaga mál, nægir til að þjóðin gangi af göflunum. Við viljum ekki læra af reynslunni. Trúmál virka ekki þannig.

Finnur Bárðarson, 11.4.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverskonar bull er eiginlega í gangi? Þarf ekki að byrja á að tryggja þessu álveri orku og semja um flutning á henni? Og þarf ekki að tryggja fjámagn til framkvæmdanna?

Svo vil ég fá að sjá að fram fari rannsókn á heilsufarslegum áhrifum allrar gufunnar sem þessar háhitavirkjanir sleppa út í andrúmsloftið. Ekkert nema sterkur þingflokkur VG getur núna stöðvað þennan djöfulskap gegn lífi og heilsu fólks.

Ekki meiri brennisteinsgufu og ekki meiri heimsku út í íslenskt andrúmsloft. 

Árni Gunnarsson, 11.4.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Guð forði okkur frá því á þessum tímum að VG takist ætlunarverk sitt og komi í veg fyrir þessa álverksmiðju. Það er bara ein leið til að koma í veg fyrir það og það er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Hvað áttu við Adda?  Hverju á þetta álver að bjarga?  Þú veist það að reynslan af síðasta álveri var vond er það ekki?  Sumir ganga svo langt (t.d. AGS) að halda því fram að sú framkvæmd eigi stóran þátt í að koma af stað því ferli sem færði okkur í gjaldþrot. 

Hver á ávinningurinn af þessu álveri í Helguvík að vera?

Jón Kristófer Arnarson, 11.4.2009 kl. 14:30

5 identicon

Jón þú ert ekki í lagi, hér væri ekki búnalegt ef ekki væri fyrir álver reis hér fyrir austan og hættiði fíflin þarna fyrir sunnan að tala niður til okkar her fyrir austan og segja étiði bara það sem úti frís því það er grænt og vænt.

Betra er að þegja en  bulla um eitthvað sem menn hafa ekkert vit á.

oskarth@hive.is (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Reynslan af álverinu á Reyðarfirði er góð, mjög góð. Spurðu bara heimamenn.

Ávinningurinn af álverinu í Helguvík er númer eitt að við það skapast fjöldinn allur af mjög nauðsynlegum störfum beint og óbeint. Í öðru lagi verða til störf þarna fyrir jafnt verkamenn, iðnaðarmenn sem og háskólamenntaða. Í þriðja lagi mun flæða inn í landið gjaldeyrir sem svo mikil þörf er fyrir. Í fjórða lagi erum við þannig að nýta orkuna okkar til framkvæmda og gjaldeyristekna. Í fimmta lagi hefur þetta álver ekki lofað allri framleiðslu sinni svo þannig skapast tækifæri til að virðisauka framleiðsluna áður en hún fer úr landi þ.e. getum notað álið til framleiðslu hér innanlands til að flytja svo út unnið ál og þannig auka gjaldeyristekjur enn fremur. Nú þurfum við þessa þennslu sem álversframkvæmdir skapa. Við getum jú ekki öll lifað á listamannalaunum í 101 Reykjavík, hversu notalegt sem það nú væri.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 16:03

7 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Óskar, því miður er þetta einfaldlega þannig að við værum í miklu betri stöðu ef ekki hefði verið farið í framkvæmdirnar fyrir Austan.  Framkvæmdin var afar óhagkvæmt en átti þátt í þeirri þenslu sem leiddi okkur þangað sem við erum stödd nú.  Enn er þó ekki séð fyrir endann á þeim hörmungum því svo gæti farið að skuldir Landsvirkjunar vegna framkvæmdanna lentu á okkur skattgreiðendum.Það versta er að í raun mátti sjá þetta fyrir að einhverju leiti eins og svo margir bentu á í aðdraganda framkvæmda. 

Ég var sveitarstjórnamaður á Austurlandi þegar þessar framkvæmdir voru að fara í gang.  Ég kynnti mér eftir bestu getu öll gögn um málið og var í upphafi mjög hlynntur þessum framkvæmdum.  Eftir því sem ég kynnti mér málið betur þá áttaði ég mig á að þetta var feigðarflan og því miður virðist það nú komið á daginn.

Þið Austfirðingar sem studduð þessar framkvæmdir ættuð eiginlega frekar að biðja þjóðina afsökunar en að berja höfði við stein með þessum hætti og skammast út í allt og alla.  Sjálfur ætla ég að fara að sjá Draumalandið við fyrsta tækifæri og þú ættir að skella þér líka :).

Jón Kristófer Arnarson, 11.4.2009 kl. 16:06

8 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Adda.  Fyrir það fyrsta munu þessar framkvæmdir fækka störfum.  Það síðasta sem við þurfum nú er að auka erlendar skuldir með óarðbærum framkvæmdum því það eykur enn á vandann og verður til þess að færri störf skapast.  Framkvæmdirnar skapa ekki gjaldeyri heldur þvert á móti.  Þegar álverið fer í gang þá gæti gjaldeyrir aukist en þó ákaflega lítið miðað við fjárfestinguna.  Ef álverð hækkar ekki verulega gætu tekjurnar orðið mun minni en vaxtargreiðslur vegna framkvæmda.

Við verðum að skoða nettóáhrifin það er hversu mörg störf tapast vegna ruðningsáhrifa á móti þeim sem skapast í álverinu.  Reynslan af Kárahnjúkum og álveri á Reyðarfirði er einmitt sú að störfum fækkar.  Enda er nú atvinnuleysi meira en var í upphafi framkvæmda og Landsvirkjun auk þess í bullandi fjárhagserfiðleikum.

Ég vil svo benda á næsta blogg fyrir framan þetta.  Ég er ekki á móti orkunýtingu, þvert á móti.  Ég vil einungis að ef ráðist er í slíkar framkvæmdir að málin séu skoðuð frá öllum hliðum og ákvarðanir teknar út frá langtíma sjónarmiðum.  Varðandi Helguvík þá verður að svara spurningum um hvernig orkunni verður aflað og hvernig þær virkjanaframkvæmdir koma við þau fyrirtæki í almenningseigu sem þegar eru hrikalega skuldsett. 

Ef taka þarf lán til að koma hjólum atvinnulífsins í gang þá verður það að nýtast sem best því nógar eru skuldirnar fyrir.  Reynslan af framkvæmdum fyrir Austan sýnir einmitt að þær framkvæmdir skapa fá störf miðað við kostnaðinn og fækkar í raun störfum ef nettó áhrifin eru metin.  Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar bent á.

Jón Kristófer Arnarson, 11.4.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband