Borgarahreyfingin býður fram

Ánægjulegt að Borgarahreyfingin hefur náð að bjóða fram í öllum kjördæmum.  Sjálfur er ég í öðru sæti í Suðurkjördæmi.  Endilega kynnið ykkur stefnuna á www.borgarahreyfingin.is
mbl.is Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju sameinið þið ekki lista ykkar með hinu "byltingarframboðinu" P-lista Ástþórs Magnússonar? Sé ekki neinn mun á þessum framboðum!

Alli (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Það er töluverður munur á frambjóðendum.  Ástþór hefur ekki mikinn kjöþokka, enda öll hans framkoma undarleg hefur mér fundist.  Ég hefði aldrei kosið og því síður boðið mig fram í flokki með honum. Þekki manninn ekki neitt og vel má vera að þetta sé besti kall en mér hefur alltaf fundist hann haga sér eins og fáviti.

Margrét Tryggavadóttir er hér í fyrsta sæti hér í Suðurkjördæmi er virkilega flottur frambjóðandi og það er himinn og haf á milli hennar og Ástþórs.

Jón Kristófer Arnarson, 12.4.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eitthvað hljómar þetta sérkennilega nafni minn.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Nú, hvað kemur þér á óvart í þessu? 

Jón Kristófer Arnarson, 12.4.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Stefnan er vissulega góð og ekki væri að verra að þið næðuð eins og 4-5 á þing. Ég óska þér góðs árangurs Jón minn.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Takk fyrir það Hilmar.

Jón Kristófer Arnarson, 13.4.2009 kl. 21:51

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Skoðanakönnun í Reykjavík Norður spáir Borgarahreyfingunni 8%.  Getur verið sá krítíski áfangi sem ykkar framboð þurfti til að ná hljómgrunni.  8% í skoðanakönnun ef því fylgir svipuð tala í einhverju öðru kjördæmi mun líklega gera það að verkum að þið verðið með . . og ekki afgreidd út af borðinu fyrirfram.

Til hamingju með það - - og vona að þú finnir þig í þessu dæmi.

Ég hef meira en orðið fyrir vonbrigðum með Samfylkinguna og VG í minnihluta í skjóli Framsóknar - - finnst flokkarnir hafa svikið fjölskyldurnar og fyrirtækin um almennar og markaðshvetjandi aðgerðir - og mér finnst þeir hafa komið fram af lítilsvirðingu við þau málefni sem Framsókn lagði til grundvallar því að veita ríkisstjórninni skjól fyrir vantraustu og stuðningi við einstök mál.

blogg líka á http://blogg.visir.is/bensi  og segji sitthvað um efnahagsmálin og pólitíkin - - en sérstaklega um skuldsettu heimilin og hagkerfi neytenda.

BARA ÞOLI EKKI  að ríkisstjórn SF og VG hafi sett forgang á hagsmuni fjármálahagkerfisins og svokallaðra "kröfuhafa" . . á kostnað fjölskyldnanna í landinu  -einkum unga fólksins sem á börnin

Benedikt Sigurðarson, 14.4.2009 kl. 21:27

8 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Algerlega sammála þér Bensi.  Þú hefðir átt að vera með okkur. 

Nú hefði verið gaman að taka pólitíska umræðu á Löngumýrinni eins og síðast.

Bestu kveðjur Norður.

Jón Kristófer Arnarson, 15.4.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband