22.4.2009 | 19:39
Björgvin G hefur þá logið á Borgarafundinum í janúar.
Í lok janúar var haldinn borgarafundur á Hótel Selfossi. Þar var í pallporði Björgvin G. Sigurðsson. Ég fékk að standa upp og spyrja hann þeirrar spurningar hvort hann hefði þegið styrki frá Baugi í sinni prófkjörsbaráttu. Björgvin fullyrti að svo væri ekki og hann hefði einungis fengið styrki frá sinni nánustu fjölskyldu. Nú er komið á daginn að hann sagði þarna ósatt.
Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Gefðonum sjens. Kannski er Baugur fjölskyldan hans?
Nei com on. Hann er ekkert minni lygari en aðrir D.B.S. pólitíkusar.
Það var fróðlegt að sjá bullið í kalli úr fyrsta viðtalinu sem Stöð 2 átti við hann (Lóa Pind Aldísar) fyrst eftir að hafa lent stól Viðskiptaráðherra. Þar meðal annars lofar hann að efla fjármálaeftirlit og fl. því það væri svelt.
Þetta viðtal náttúrulega felur Baugsmiðillinn núna.
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/740998/
Reynið svo að segja mér að hann og Sjálfstæðisflokkur hafi ekkert vitað.
Hann kallar ráðuneytið "Útrásar ráðuneyti" Það eina sem hann gerði var að þjóna mútunum og aðlaga Ísland að Útrásarvíkingunum og flýta fyrir efnahagsbandalags reglunum sem gerðu Icesafe möguleg og steingleymdi að tryggja hag þjóðarinnar. Þvílík vanhæfni..
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 20:37
Hafa skal það sem sannara reynist - Björgvin fékk engan styrk!!
http://www.dv.is/frettir/2009/4/22/sigurdur-g-baugur-styrki-ekki-bjorgvin/
Hrafnkell S Gíslason, 22.4.2009 kl. 22:26
Ég tek undir tilögu Guðlaugs Þórs um að það gæti væri skynsamlegt að styrkir vegna framboða verði gerðir opinberir í samráði við frambjóðendur og flokka.
Afleitt er þó, ef rétt reynist, að Björgvin hafi logið að alþjóð.
Hilmar Gunnlaugsson, 22.4.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.