IceSave og afkomendurnir

Það er mikið talað um núna að ef við höfnum þessum vonda IceSave samningi og reynum að semja betur, þá muni lán ekki berast til landsins og endurreisn efnahagslífsins tefjist.  Eflaust er þetta rétt og satt.  En getum við hugsað svona þröngt um okkar hagsmuni?  Getum við skuldsett komandi kynslóðir áratugi fram í tímann til að flýta fyrir uppbyggingunni nú?

Þessar skuldir urðu til vegna skipulagðrar glæpastarfsemi hjá örfáum þrjótum.  En er það ekki líka glæpur ef við ætlum að ýta þessum skuldum á afkomendurna þagar allt bendir til að aðrar leiðir séu færar? 

Enn eru þessir glæpamenn á fullu í vafasömum viðskiptum.  Einn ræður sér sérstakan talsmenn til að ljúga fyrir sig og hótar lögsóknum hægri og vinstri.  Annar er nýlega búinn að koma af sér fimm milljarða skuld með kennitöluflakki fjölmiðlafyrirtækja sinna og með því að selja sjálfum sér eigin fyrirtæki fram og til baka.  Sami maður kom svo skíðahóteli undan án þess að borga krónu og veltir þar með skuldunum yfir á þjóðina.

Það sem þarf að gera er að fella IceSave samninginn sem fyrst og semja upp á nýtt.  Jafnhliða þarf að frysta eigur þessara glæpamanna sem kom þjóðinni á hausinn og hirða af þeim hverja krónu til að borga eftir þá skuldaslóðina.  Aðeins þannig er réttlætanlegt að varpa skuldum á afkomendurna að búið sé að reyna allar aðrar leiðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband