3.10.2009 | 00:27
Björgvin G. vælandi og skælandi
Nú er Björgvin G. enn einu sinni vælandi yfir umfjöllun í bloggheimum.
Björgvin þessi þáði fjárstyrki frá glæpaklíkum og tók stöðu með bankabófum gegn þjóðinni í ráðherratíð sinni.
Þrætti svo fyrir það að hafa fengið þessa styrki og laug því til að einungis nánustu fölskyldumeðlimir hefðu styrkt framboð hans.
Situr svo enn á þingi og þiggur há laun frá þjóðinni sem hann sveik.
Þykist svo hafa efni á því að væla undan ósanngjarni umræðu gegn sér.
Í raun ætti hann að segja af sér þingmennsku. Þingmennsku sem keypt var fyrir fjárframlög auðmanna sem komu þjóðinni á hausinn meðan, ráðherrann þeirra skrifaði upplognar lofgjörðir um þá á heimasíðuna sína.
Nú ríður á að þjóðin standi saman og að ríkisstjórnin njóti stuðnings og trausts. En hvernig getum við ætlast til þess að ríkisstjórnin geti notið trausts eða stjórnarflokkarnir meðan Björgvin G. er þingflokkformaður Samfylkingarinnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann er meira að segja svo óforskammaður að hann heimtaði ráðherrastól eftir kosningar!
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 01:11
Heill og sæll; Jón Kristófer - sem og Bjarki og aðrir, hér á síðu !
Jah; svo góð, er þín orðræða, að fáu er við að bæta, Jón minn.
En; hugsum okkur, siðferðisþrek (öllu heldur, siðleysi) margra Sunnlendinga, sem Reyknesinga, að hampa þessum pilti, sem raun hefir borið vitni, hingað til.
Með beztu kveðjum, austur yfir fljót, sem víðar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 01:51
SAmt kusu sunnlendingar hann aftur á þing, spurning hverjir séu blindari, kjósendur eða .....
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 5.10.2009 kl. 16:38
Þessi Björgvin hefur notað kjördæmapotstrixið Arinbjörn. Fólk trúir því að hann vinni fyrir kjördæmið og kýs hann þess vegna trúi ég.
Jón Kristófer Arnarson, 5.10.2009 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.