Þjóð eða ekki þjóð

Nú eru að fæðast nýjar hugmyndir um hvernig lýðræði verði endurvakið á Íslandi.  Spurningin er ekki hvort gerðar verða grundvallar breytingar í íslensku stjórnkerfi og flokkakerfi heldur hvernig og hvenær.  ´

Nú dugir heldur ekki lengur það eitt að hrókera í ráðherrastólum. Jafnvel það að kjósa í vor dugir ekki því það festir einungis úrelt og spillt stjórnkerfi í sessi.  Krafan er að ríkisstjórnin víki tafarlaust og skipuð verði þjóðstjórn sem hefur það hlutverk að endurnýja traust þjóðarinnar á stjórnkerfinu og leggja grunn að nýju lýðræði og nýrri stjórnarskrá.

Verður það þjóðin sem mætir á Borgarafund eða þverskurður hennar?  Það held ég reyndar.  Það skiptir kannski ekki ekki öllu máli lengur.  Þjóðin vill breytingar og spurningin er því hvort stjórnmálaflokkarnir og formenn þeirra vilja eiga samleið með þjóðinni?  Því svo mikið er víst að þeir eru ekki þjóðin.


mbl.is Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband