Landnemarnir

Einhvern tíman heyrði ég þá kenningu að Íslendingar væru dæmigerð landnemaþjóð.  Það sem einkennir slíkar þjóðir er oft lítil fyrirhyggja og skammtímasjónarmið og stundarhagsmunir eru látnir ráða.  Lítið hugsað um afleiðingarnar til lengri tíma og enn síður verið að spá í það hvernig landi við skilum til komandi kynslóða.

Það má vel vera eitthvað til í þessu.  Ég er reyndar helst á því að svo sé.

Fáar þjóðir hafa farið verr með náttúruverðmæti sín en Íslendingar.  Hér var árhundraða landeyðing og uppblástur vegna ofbeitar.  Í þeirri sorgar sögu er samt ótrúlegt til þess að hugsa að ástandið var aldrei verra en eftir miðja 20. öld þegar lausagangan varð algjör og beitarstýring engin að heitið gæti.  Á áttunda áratug síðustu aldar náði þetta hámarki.  Sauðfjáreign hefur aldrei verið meiri en þá og kjöt var í hundruðum tonna urðað á meðan landið blés upp og skógarleifar eyddust.  Af einhverjum ástæðum hefur svo verið haldið að okkur Íslendingum að ofbeitin hafi verið vegna þess að við þurftum að halda í okkur lífinu og stundum var öllu öðru en ofbeit kennt um uppblástur og gróðureyðingu.  Staðreyndir er sú að skógareyðing og landeyðing hér á landi er 99% vegna ofbeitar og ofbeitin var aldrei meiri en á þeim tíma sem við vorum hvað duglegust að urða lambakjöt á sorphaugum.

Annað dæmi er auðvitað stjóraiðjustefnan og hvernig hún hefur verið rekin.  Þar eru stundarhagsmunirnir í algleymingi og ekkert tekið tillit til fórnarkostnaðar á náttúru landsins.  Efnahagslegar afleiðingar til lengri tíma eru svo í besta falli engar en sennilega verulega neikvæðar.  Nú þegar þrengir að á svo enn að halda á sömu braut þrátt fyrir að vandfundar séu framkvæmdir sem gefa af sér minna fyrir þjóðarbúið.

Ef vond hugmynd er gagnrýnd þá er þá er algengasta vörnin sú að það þurfi að benda á eitthvað annað betra.  Það má ekki gagnrýna vondar framkvæmdir án þess að benda á góðar framkvæmdir.  Framkvæmdirnar eiga að vera framkvæmdanna vegna en ekki til þess að skapa framtíðar ávöxtun eða hagsæld.  Í raun ætti að snúa þessu við.  Þeir sem hyggja á framkvæmdir ættu að sína framá að þær framkvæmdir séu í raun ábatasamar og skaði ekki langtíma hagsmuni.  Sama ætti að gilda varðandi samninga og fjárskuldbindingar.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá stundarhagsmuni og skort á framtíðarsýn sem keyrði útrásarvíkingana áfram.  Þar var þó í raun um skipulagða glæpastarfsemi óvandaðra manna að ræða og því kannski ekki alveg sambærilegt við stjórnsýslulega skammsýni.

IceSave er í raun grein af þessum sama meiði.  Við ætlum að redda skammtímavandræðum með því að gera samning sem allir eru sammála um að er vondur.  Samt á að samþykkja hann vegna þess að það þarf ekki að borga hann strax.

Og enn er sömu rökin notuð á þá sem gagnrýna vonda gjörninga.  Það verður að benda á eitthvað annað betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll Jonni það er bara þannig að þegar atvinnukjaftaskar eru sestir við stjórnvölinn þá er skynsemin horfin. Það voru hagfræingar og lögfræðingar sem bjuggu til umgjörðina kringum bullið, og núna treysta atvinnukjaftaskarinar þeim til að leysa málin og það með lánum. Þetta er svipað og að hafa brennuvarga í slökkviliðinu og láta þá hafa olíubíla til verksins.

Einar Þór Strand, 31.7.2009 kl. 20:00

2 identicon

Fín grein hjá þér félagi

Jóhann Hansen (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 20:57

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er ein ábending eða tvær...

Það sem fór verst með haga landsins var vetrarbeitin og vorbeitin.  Þeirri beit var því sem næst alveg hætt eftir 1970 því tún bænda tóku að stækka í veldisvís.  Áður þótti gott að gefa kind á vetrarfóðrun eins og 1-2 pund af heyi með betinni (pund er um 500 gr) en eftir að tún stækkuðu haustrúning var tekin upp má sennilega gera ráð fyrir allta að tíföldum þeim skamti á dag.

Auðvitað var ofbeit á vissum svæðum langt framyfir þennan tíma en það var svæðisbundið og á ekki við allstaðar.

Hitt málið er að sjálfsögðu stóriðjan sem við austfirðingar upplifum nú a´eigin skinni, það þarf ekki að fjölyrða um jákvæð áhrif hennar á fjórðungin, þau sjá allir sem vilja sjá....

Eiður Ragnarsson, 5.8.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Sæll Eiður, gaman að sjá þig og takk fyrir kommentið.

Sauðfjáreign fór mjög vaxandi á áttunda áratugnum og varð þá margföld á við það sem verið hafði fyrr á öldum.  Jafnvel toppurinn á nítjánduöld (sem varð m.a. til þess að heiðar á Austurlandi eyddust) var umtalsvert lægri.  Reyndar er sauðfjáreign landsmanna nú svipað og mest var á nítjánduöld og er því í sögulegu samhengi mjög mikil. 

Þegar sauðfjáreignin var mest uppúr 1970 þá fylgdi því ofboðsleg gróðureyðing, þrátt fyrir að vetrarbeit hafi að mestu verið aflétt.  Rétt er að benda á að allt fram á miðja 20. öld þá gættu bændur mun betur fjár síns og stýrðu þannig beit með einhverjum hætti.  Hins vegar þegar þegar sauðfjáreign var hvað mest þá var fé rekið á fjall eða sleppt á afréttarlönd sem vart eða ekki þoldu beit.

Varðandi álverið þá er ljóst að það voru mistök.  En fyrr má nú vera ef framkvæmdin hefði ekki haft að minnsta kosti tímabundin jákvæð áhrif á Mið-Austurlandi.  En arðsemi framkvæmdanna er afar lítil og peningum hefði því betur verið varið í "eitthvað annað".  Reyndar flest annað ef út í það er farið.  Þá má benda á að framkvæmdirnar og þensluáhrifin, áhrif á stýrivexti og þar með á jöklabréf, er stórt púsl í þeirri atburðarrás sem leiddi til efnahagsþrenginga hér.  Efnahagsþrenginga sem einnig koma niður á Austfirðingum.

En aðal atriðið í pistlinum átti að vera líkingin við IceSave.  Okkur hættir til að líta til skammtímalausna en ekki horfa á langtímaáhrif.  Sauðfáreign átti að redda landsbyggðinni milli kosninga en ekki var gætt af því hversu mjög slæm áhrif það hafði á landið og enn síður hversu mjög óhagkvæm skepna sauðkindin er.  Háar niðurgreiðslur þarf til  að lambakjöt sé samkeppnisfært á markaði.  Það dugð þó ekki til og því var gripið til þess ráð að nánast gefa útlendingum kjöt.  Þegar það dugði ekki var restinni urðað. 

Álversframkvæmdin var líka keyrð áfram á skammtímasjónarmiðum.  Virkjað til að redda einhverju tímabundið þó langtímaáhrifin séu óumdeilanlega afar slæm fyrir þjóðarbúið, alla landsmenn og þar með talið Austfirðinga.  Svo kemur IceSave í sama flokk.  Samningurinn er allt of íþyngjandi og miklu verri en ástæða var til.  En það er réttlætt með því að við þurfum ekki að borga strax.  Og líkt og í álversmálunum þá eru rökin "hvað á þá að gera?"  Í mínum huga á ekki að ofbeita land og urða kjöt til að bæta hag bænda tímabundið.  Það á ekki að fara í vondar óarðbærar framkvæmdir sem hafa gífurleg neikvæð áhrif á náttúruna og réttlæta það með því að þið á Reyðarfirði hafið það nú ágætt um þessar mundir.  Og það á ekki að samþykkja vondan samning sem bindur komandi kynslóðir í skuldaklafa umfram það sem ástæða er til samkvæmt EES samningnum.

Jón Kristófer Arnarson, 5.8.2009 kl. 12:49

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ekki ætla ég að fara að hnakkrífast við þig hér um vetrarbeit og álver, en það að virkja Jökulsá á Dal er ekki "til að redda einhverju tímabundið" líftími vatnsaflsvirkjana er mjög langur og sennilega mun þessi virkjun mala gull löngu eftir að við báðir erum komnir undir græna torfu. 

Það má vera að arðsemin sé ekki sú sama og reiknað var með en það á nú við um 90% allra fyrirtækja á Íslandi í dag, að arðsemin er minni en menn reiknuðu með í sínum útreikningum sem framkvæmdir voru fyrir 2007. 

En það eru einmitt langtímaáhrifin sem eru góð fyrir þjóðarbúið, en skamtímaáhrifin sem við höfum upplifað eru ekki endilega góð.

Þenslu áhrif þessara stóriðjuframkvæmda voru sáralítil á landsvísu, en þau voru töluverð hér fyrir austan og þenslan er eitt af þessum skamtímaáhrifum sem ég minntist á hér áðan, en vextir og jöklabréfin tengjast þessu lítið, það er nú að mestu tilkomið vegna rangrar peningamálstefnu stjórnvalda undanfarin ár.

Og það er nú verulega ódýr söguskýring að kenna þessæum framkvæmdum um efnahagshrunið, þegar 2 til 3 sinnum meiri peningur fór á sama tíma í framkvæmdir á suðvesturhorni landsins og það eru framkvæmdir sem skila minna en ekki neinu inn í þjóðarbúið aftur, þ.e. íbúðarhúsnæði sem stendur autt eða hálfbyggt og verslunar og skrifstofuhúsnæði sem myndi duga borg með um 2 miljónir íbúa...

En blessaðra rollurnar voru líklega flestar einmitt ´milli 1970 0g 80 en eftir það fækkaði þeim töluvert og nú virðist þetta vera í nokkuð góðu jafnvægi, í það minnsta þarf ekki að urða mikið..  en urðunin á sér að hluta aðrar skýringar...

Meira framboð á svína og alifuglakjöti er t.d. einn partur, fyrir 1970 sást þetta varla á borðum landsmanna, en eftir að þetta var í boði minkaði á móti neysla á lambakjöti.  Ég man eftir því þegar ég var að vaxa úr grasi (og ekki er ég nú neitt fjörgamall) að annað ljöt en lambakjöt var nú ekki mjög algengt, uppistaðan var fiskur (silungur og ýsa) og lambakjöt.

Flest var féð á mínum heimabæ í kringum 1976 líklega um 600 fjár á vetrarfóðrun, og þá var enn beitt að vetri væri tíðn góð, en fljótlega eftir það var fénu fækkað um tæplega helming, og vetrarbeit hætt, bæði vegna haustrúningar og vegna þess að meira fóður var á hverja kind...

Og mér sýndist að þróunin væri á svipuðum nótum í kringum okkur.

En nú hefur fénu fækkað í veldisvís, í það minnsta á þessu svæði, og má nefna að um 1985 voru 17 bæjir í Hamarsfirði lg Álftafirði með sauðfjárbúskap, nú eru þeir aðeins 7 og útlit fyrir að þeim fækki um einn í viðbót í haust og þar með fækkar um 1.400 fjár í viðbót..

En nú læt ég þssu þusi lokið í bili og bið að heilsa...

Eiður Ragnarsson, 7.8.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband