Hvað hefur Samfylkingin að fela?

Svo virðist vera sem ákveðin öfl innan Samfylkingar reyni allt til að koma í veg fyrir eðlilega rannsókn á bankahruninu.  Frægt var þegar Björgvin G. "setti niður hælana í haust" og kom í vef fyrir að sérstakur saksóknari gæti fengið gögn úr bönkunum til að rannsaka hrunið. 

Í vor kom svo Eva Joly í Kastljósið og talaði um að það væri ekki eining innan ríkisstjórnarinnar um rannsóknina.  Engum duldist að hún var að tala um Samfylkinguna í því sambandi.  Allar götu síðan hafa aðilar innan Samfylkingar reynt að draga úr trúverðugleika Evu Joly og nú síðast þeir Hrannar, aðstoðarmaður Jóhönnu, og svo Jón Ingi Cæsarsson sem er formaður Samfylkingarinnar á Akureyri.

Reynar er þáttur Björgvins G. alveg sér á báti í þessu máli öllu saman.  Hann tók afstöðu með glæpamafíum í sínu starfi sem viðskiptaráðherra og vann að hagsmunagæslu fyrir bankabófa.  Þáði fyrir vikið greiðslur í kosningarsjóð sinn.  Laug því svo opinberlega að hann hefði aldrei fengið slíkar greiðslur.  Þetta er svo maðurinn sem Samfylkingin kýs sem formann þingflokks síns.

Stundum er talað um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með spillingu komið þjóðinni í koll.  En vantar ekki klárlega Samfylkinguna í þá upptalningu?


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Þegar ein kýr mígur í fjósi.....

Lilja Skaftadóttir, 2.8.2009 kl. 16:00

2 identicon

Heill og sæll; Jón Kristófer - sem þið önnur, hér á síðu !

Eins; og ég gat um, á síðu minni, fyrir stundu, eru meðlimir Samfylkingarinnar, eitthvert ógeðfelldasta fólk, meðal okkar, hér á Íslandi, Jón minn.

Leikið í því; að benda á sóðaskap ýmissa flokka annarra, á sama tíma, og þau moka af kappi, yfir eigin hroða, vinur kær.

Með beztu kveðjum - sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ekki vil ég nú endilega segja að Samfylkingarfólk sé yfir höfuð ógeðfellt fólk.  Ég minnist hér að ofan á Jón Inga sem ég starfaði með á sínum tíma í umhverfisnefnd á Akureyri.  Öll þau kynni voru hin ágætustu og Jón mikill hugsjónarmaður þegar kemur að hverskonar umhverfismálum.  En nafni minn á það til að lepja dálítið upp eftir flokkforystunni og ágætt að fylgjast með skrifum hans til að sjá hvað klukkan slær á þeim vígstöðvum og hverjum klukkan glymur.

Held að Samfylkingarfólk sé sem sagt hvorki verra né betra en annað fólk.  Hitt finnst mér samt blasa við að einhverra hluta vegna þá vilja aðilar innan forystu flokksins leggja stein í götu rannsóknarinnar um bankahrunið eins og dæmin sanna.  Kannski stendur það í einhverju sambandi við greiðslur bankabófa í flokksjóði og ekki síður inn á framboðsleynireikninga einstakra frambjóðenda.

Jón Kristófer Arnarson, 2.8.2009 kl. 18:25

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin hafði alltaf minnimáttarkennd fyrir Sjálfstæðisflokknum sem hún taldi spilltan.  Þegar útrásarvíkingarnir fóru að bera fé á fulltrúa Samfylkingarinnar töldu þeir sig vera á réttri leið og þegar þeir fengu meira fé en kollegar þeirra í Sjálfstæðisflokknum öðluðust þeir fullt sjálfstraust.

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband