Að stofna til skulda og Skjaldborgin sem aldrei varð til

Árni Páll Árnason hefur nú endanlega slegið af hina frægu Skjaldborg um heimilin.  Hann tók af allan vafa um það nú í Sjónvarpsfréttum að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill ekki afskriftir á skuldum heimilanna og væri þar sammála rikisstjórninni.

Önnur rök Árna Páls voru þau "að ekki væri hægt að ráðast í almenna niðurfellingu skulda, enda fælist í slíku að fólk, sem ekki stofnaði til skuldanna, greiddi fyrir hina sem stofnuðu til þeirra".  Þarna sést algert skilningsleysi ráðherrans á vandanum.  Fólk sem tók til dæmis 10 milljón króna lán fyrir tveimur árum skuldar nú 15 eða jafnvel 20 milljónir vegna bankahrunsins.  Það stofnaði ekki til þeirra viðbótaskulda.  

Ráðherranum er samt mikið í mun að við samþykkjum samninga um að borga skuldir IceSave og það langt umfram þær skuldbindingar sem felast í ESB samningnum.  Almenningur stofnaði ekki til þeirra skulda. 

Reyndar hafði ég smávægilega kynni af Árna þessum fyrir fáeinum árum þegar hann lék mjög tveim skjöldum í hinu svokallaða Eiðamáli sem snéri að sölu Eiða á sínum tíma.  Hann var þá nátengdur Halldóri Ásgrímssyni og tók þátt í auðmannasvikamyllu fyrir Austan, tengdur útrásarvíkingum einnig.  En það er annað mál og kannski ég rifji það upp síðar hér á þessum síðum.  En álit mitt á Árna Páli er afar lítið svo ekki sé meira sagt og ekki batnaði það álit í kvöld.


Hvað hefur Samfylkingin að fela?

Svo virðist vera sem ákveðin öfl innan Samfylkingar reyni allt til að koma í veg fyrir eðlilega rannsókn á bankahruninu.  Frægt var þegar Björgvin G. "setti niður hælana í haust" og kom í vef fyrir að sérstakur saksóknari gæti fengið gögn úr bönkunum til að rannsaka hrunið. 

Í vor kom svo Eva Joly í Kastljósið og talaði um að það væri ekki eining innan ríkisstjórnarinnar um rannsóknina.  Engum duldist að hún var að tala um Samfylkinguna í því sambandi.  Allar götu síðan hafa aðilar innan Samfylkingar reynt að draga úr trúverðugleika Evu Joly og nú síðast þeir Hrannar, aðstoðarmaður Jóhönnu, og svo Jón Ingi Cæsarsson sem er formaður Samfylkingarinnar á Akureyri.

Reynar er þáttur Björgvins G. alveg sér á báti í þessu máli öllu saman.  Hann tók afstöðu með glæpamafíum í sínu starfi sem viðskiptaráðherra og vann að hagsmunagæslu fyrir bankabófa.  Þáði fyrir vikið greiðslur í kosningarsjóð sinn.  Laug því svo opinberlega að hann hefði aldrei fengið slíkar greiðslur.  Þetta er svo maðurinn sem Samfylkingin kýs sem formann þingflokks síns.

Stundum er talað um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með spillingu komið þjóðinni í koll.  En vantar ekki klárlega Samfylkinguna í þá upptalningu?


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landnemarnir

Einhvern tíman heyrði ég þá kenningu að Íslendingar væru dæmigerð landnemaþjóð.  Það sem einkennir slíkar þjóðir er oft lítil fyrirhyggja og skammtímasjónarmið og stundarhagsmunir eru látnir ráða.  Lítið hugsað um afleiðingarnar til lengri tíma og enn síður verið að spá í það hvernig landi við skilum til komandi kynslóða.

Það má vel vera eitthvað til í þessu.  Ég er reyndar helst á því að svo sé.

Fáar þjóðir hafa farið verr með náttúruverðmæti sín en Íslendingar.  Hér var árhundraða landeyðing og uppblástur vegna ofbeitar.  Í þeirri sorgar sögu er samt ótrúlegt til þess að hugsa að ástandið var aldrei verra en eftir miðja 20. öld þegar lausagangan varð algjör og beitarstýring engin að heitið gæti.  Á áttunda áratug síðustu aldar náði þetta hámarki.  Sauðfjáreign hefur aldrei verið meiri en þá og kjöt var í hundruðum tonna urðað á meðan landið blés upp og skógarleifar eyddust.  Af einhverjum ástæðum hefur svo verið haldið að okkur Íslendingum að ofbeitin hafi verið vegna þess að við þurftum að halda í okkur lífinu og stundum var öllu öðru en ofbeit kennt um uppblástur og gróðureyðingu.  Staðreyndir er sú að skógareyðing og landeyðing hér á landi er 99% vegna ofbeitar og ofbeitin var aldrei meiri en á þeim tíma sem við vorum hvað duglegust að urða lambakjöt á sorphaugum.

Annað dæmi er auðvitað stjóraiðjustefnan og hvernig hún hefur verið rekin.  Þar eru stundarhagsmunirnir í algleymingi og ekkert tekið tillit til fórnarkostnaðar á náttúru landsins.  Efnahagslegar afleiðingar til lengri tíma eru svo í besta falli engar en sennilega verulega neikvæðar.  Nú þegar þrengir að á svo enn að halda á sömu braut þrátt fyrir að vandfundar séu framkvæmdir sem gefa af sér minna fyrir þjóðarbúið.

Ef vond hugmynd er gagnrýnd þá er þá er algengasta vörnin sú að það þurfi að benda á eitthvað annað betra.  Það má ekki gagnrýna vondar framkvæmdir án þess að benda á góðar framkvæmdir.  Framkvæmdirnar eiga að vera framkvæmdanna vegna en ekki til þess að skapa framtíðar ávöxtun eða hagsæld.  Í raun ætti að snúa þessu við.  Þeir sem hyggja á framkvæmdir ættu að sína framá að þær framkvæmdir séu í raun ábatasamar og skaði ekki langtíma hagsmuni.  Sama ætti að gilda varðandi samninga og fjárskuldbindingar.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá stundarhagsmuni og skort á framtíðarsýn sem keyrði útrásarvíkingana áfram.  Þar var þó í raun um skipulagða glæpastarfsemi óvandaðra manna að ræða og því kannski ekki alveg sambærilegt við stjórnsýslulega skammsýni.

IceSave er í raun grein af þessum sama meiði.  Við ætlum að redda skammtímavandræðum með því að gera samning sem allir eru sammála um að er vondur.  Samt á að samþykkja hann vegna þess að það þarf ekki að borga hann strax.

Og enn er sömu rökin notuð á þá sem gagnrýna vonda gjörninga.  Það verður að benda á eitthvað annað betra.


Mikil er ábyrgð útrásarvíkinga og spilltra stjórnmálamanna.

Svo virðist sem allar lánalínur séu að lokast.  Það á að þvinga okkur til að taka á okkur hundruð milljarða skulda útrásarvíkinganna í viðbót við það sem þegar hefur fallið á þjóðina vegna glæpastarfsemi þessara manna.

Enn eru víkingarnir í viðskipum, enn eru þeir að svíkja og pretta.  Enn eru þeir að koma peningum undan.  Og sennilega munu þeir kæra mig fyrir þetta blogg því sannleikurinn er eitur í þeirra beinum.  Hvernig geta menn verið svona samviskulausir drullusokkar eins og Björgólfur Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Ólafur Ólafsson og hvað þeir heita nú allir þessir glæpahundar?

Svo má ekki gleyma þætti stjórnmálaflokkanna.  Oftast er réttilega bent á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem handvöldu sína bófa og afhentu þeim bankanna.  Samfylkingin sömu leiðis varði þessa glæpamenn fram í rauðan dauðann.  Allir þessir flokkar þáðu umtalsverðar upphæðir í flokksjóði frá glæpamönnunum og enn stærri upphæðir fóru inn á einkareikninga einstakra frambjóðenda.  Enn situr fólk á þingi sem þáði beinar greiðslur frá bankabófunum og héldu í staðinn uppi vörnum fyrir þá og gegn þjóðinni. 

Ekki skrítið þó að það geti fokið dálítið í mann.


mbl.is Formleg niðurstaða um frestun endurskoðunar AGS ekki komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave og afkomendurnir

Það er mikið talað um núna að ef við höfnum þessum vonda IceSave samningi og reynum að semja betur, þá muni lán ekki berast til landsins og endurreisn efnahagslífsins tefjist.  Eflaust er þetta rétt og satt.  En getum við hugsað svona þröngt um okkar hagsmuni?  Getum við skuldsett komandi kynslóðir áratugi fram í tímann til að flýta fyrir uppbyggingunni nú?

Þessar skuldir urðu til vegna skipulagðrar glæpastarfsemi hjá örfáum þrjótum.  En er það ekki líka glæpur ef við ætlum að ýta þessum skuldum á afkomendurna þagar allt bendir til að aðrar leiðir séu færar? 

Enn eru þessir glæpamenn á fullu í vafasömum viðskiptum.  Einn ræður sér sérstakan talsmenn til að ljúga fyrir sig og hótar lögsóknum hægri og vinstri.  Annar er nýlega búinn að koma af sér fimm milljarða skuld með kennitöluflakki fjölmiðlafyrirtækja sinna og með því að selja sjálfum sér eigin fyrirtæki fram og til baka.  Sami maður kom svo skíðahóteli undan án þess að borga krónu og veltir þar með skuldunum yfir á þjóðina.

Það sem þarf að gera er að fella IceSave samninginn sem fyrst og semja upp á nýtt.  Jafnhliða þarf að frysta eigur þessara glæpamanna sem kom þjóðinni á hausinn og hirða af þeim hverja krónu til að borga eftir þá skuldaslóðina.  Aðeins þannig er réttlætanlegt að varpa skuldum á afkomendurna að búið sé að reyna allar aðrar leiðir. 


Af fullum blaðamönnum.

Jón Ásgeir Jóhannesson keypti skíðahótel af sjálfum sér með vafasömum hætti. Afleiðingin var sú að enn meiri skuldir bófans lenda á þjóðinni í gegnum þrotabú Baugs.  Jón Ásgeir hefur það helst sér til málsbóta að nú í sumar hringdi í hann fullur blaðamaður. Dálítið súrrealískt.

Að endurheimta mannorð sitt.

Allir heimsins lögfræðingar ná ekki að endurheimta mannorð Björgólfs Thors.  Þetta er maðurinn sem situr á milljörðum og tugum milljarða en ætlar að láta þjóðina borga skuldir sínar.  Koma þjóðinni í áratuga ánauð.

Ef raunverulegur vilji er hjá Björgólfi að endurheimta mannorð sitt þá er það í hans höndum en ekki lögfræðinga hans.  Hann þarf að setja hverja einustu krónu sem hann getur önglað saman og afhenda þjóðinni og lofa því að koma aldrei nálægt rekstri fyrirtækja framar.  Þá gæti hann hugsanlega endurheimt mannorð sitt, eða hluta af því.


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar fer vel af stað

Það hafa verið kaldar kveðjurnar sem heimilin í landinu hafa fengið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.  Meðan ríkisstjórnin er ýmist í helgarfríi eða að þrasa um ESB þá eykst vandi heimilanna dag frá degi.

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar fer vel af stað og virðist ætla að veita ríkisstjórninni aðhald.  Bæði með skrifum einstaklinga í hópnum og eins með sameiginlegum yfirlýsingum.  Meðan ríkisstjórnin er í sínum fílabeinsturni þá á þjóðin fulltrúa á þingi.  Eða öllu heldur, koma til með að eiga fulltrúa á þingi þegar ríkisstjórninni þóknast að kalla þing saman.

 


mbl.is Furða sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin.

 

Það var mikið ævintýri að fá að taka þátt í þessari kosningabaráttu.  En það ævintýri er rétt að byrja.  Ég hef þá trú að Borgarahreyfingin og þessir fjórir fulltrúar á þingi, muni breyta íslenskri pólitík til frambúðar. 

Héðan í frá mun enginn flokkur eða stjórnmálamaður að dirfast að taka þátt í þessháttar spillingu sem til þessa hefur ekki verið undantekning heldur regla.  Héðan í í frá mun alþingi ekki leyfast að setja sig á háan hest gagnvart þjóðinni heldur vinna fyrir þjóðina.  Hér eftir verða önnur vinnubrögð þar sem hagsmunir heildarinnar verða ofar sérhagsmunum. 

Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra í Margréti Tryggvadóttur á Rás 2 í gær þar sem hún biðlaði til nýrra þingmanna að taka þátt í því með Borgarahreyfingunni að breyta vinnubrögðum á Alþingi.  Ég hef trú á að sú verði raunin.

Verkefnin eru ærin nú framunda.  Eitt er að breyta vinnubrögðum og það er mikilvægt.  En nú þarf líka að fara að huga að skjaldborginni frægu.  Vona að þing verði kallað sem fyrst saman svo okkar fólk geti hellt sér í þessi mikilvægu verkefni.


Góð kjörsókn kemur sér vel fyrir Borgarahrefyinguna

Eða það held ég að minnsta kosti Smile
mbl.is Kjörsókn áfram góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband