Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.7.2009 | 20:43
Að endurheimta mannorð sitt.
Allir heimsins lögfræðingar ná ekki að endurheimta mannorð Björgólfs Thors. Þetta er maðurinn sem situr á milljörðum og tugum milljarða en ætlar að láta þjóðina borga skuldir sínar. Koma þjóðinni í áratuga ánauð.
Ef raunverulegur vilji er hjá Björgólfi að endurheimta mannorð sitt þá er það í hans höndum en ekki lögfræðinga hans. Hann þarf að setja hverja einustu krónu sem hann getur önglað saman og afhenda þjóðinni og lofa því að koma aldrei nálægt rekstri fyrirtækja framar. Þá gæti hann hugsanlega endurheimt mannorð sitt, eða hluta af því.
Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2009 | 10:18
Á morgun er dagurinn
Á 18 árum hefur verið búið til þjóðfélag misskiptingar. Þjófélag þar sem stefnir í meiri efnahagsþrengingar en við höfum séð frá því fyrir stríð. Þjóðfélag þar sem flokkar "eiga" stöður og hafa komið sínu fólki í störf og embætti. Kerfi þar sem flokksgæðingum er hyglað á kostnað almennra borgara.
Á morgun er dagurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn fær makleg málagjöld. Snúum við blaðinu. X-O
Stjórnin heldur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 23:17
Dýralæknar og fleira fólk.
Ég fór á kosningafundinn á Selfossi. Okkar kona stóð sig með mikilli prýði (Margrét Tryggvadóttir) og ég vona að Borgarahreyfingin fá nægjanlegt fylgi til að hún komist á þing.
Sjálfur mætti ég á pallborð á fimmtudaginn á fund sem bændur boðuðu til um þeirra málefni. Mér fannst það reyndar alveg ágætur fundur. Ef ég á að segja alveg eins og er þá leist mér ágætlega á flesta þá sem voru þarna á bændafundinum, þó fulltrúi Borgarahreyfingarinnar hafi auðvitað borið af . Enda málstaðurinn góður.
Sigurður Ingi sem er í fyrsta sæti hjá Framsókn var ekki svo galinn svo dæmi sé tekið. Svo það er ekki endilega fullreynt með dýralækna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 18:58
Auðlindir
Við stöndum á miklum tímamótum. Tímamótum þar sem fram fer uppgjör við hið liðna, tímamótum þar sem spurt er hvað fór úrskeiðis en ekki síður hvað getum við lært og hvað getum við gert betur. Við þurfum að endurmeta öll gildi samfélagsins. Er það sem við töldum satt og rétt endilega það sem hefur reynst okkur best? Hvað með náttúruauðlindir og umgengni við landið? Hefur sú umgengni mótast af virðingu fyrir ósnertri náttúru eða hefur sú umgengni og nýting frekar einkennst af stundarhagsmunum og rányrkju?
Í þeirri enduruppbyggingu samfélagsins sem við förum í gegnum á næstu árum er ljóst að landið sjálft, sjórinn og náttúruauðlindir koma til með að gegna lykil hlutverki. Nýsköpun og frumkvöðlastarf næstu kynslóðar mun ekki síst snúast um hvernig og með hvaða hætti við getum nýtt þessar náttúruauðlindir til að endurreisa hér íslenskt efnahagslíf.
Þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda verðum við að huga að því sem kallað er sjálfbær þróun. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði á þessi kynslóð sem nú byggir landið að nýta náttúruauðlindir sér til framdráttar en þó þannig að það skerði sem minnst möguleika þeirra kynslóða sem á eftir koma. Við eigum að horfa til framtíðar og hugsa um langtímasjónarmið en ekki skammtímagróða. Þetta er lífsspeki sem í raun allt sanngjarnt og skynsamt fólk hlýtur að geta tekið undir.
Ein af þeim náttúruauðlindum sem við komum til með að nýta er orkan sem býr í fallvötnum og jarðvarma. Orkuauðlindirnar eru einhver mikilvægasta auðlindin sem landið býr yfir og þær verðum við að nýta til að endurreisa hér efnahagslífið. Hættan er þó sú að þegar kemur að nýtingu þessarar auðlinda að við dettum í gryfju stundarhagsmuna og skyndigróða, eins og því miður hefur einkennt stóriðjustefnu síðustu ára.. Þegar kemur að nýtingu þessara auðlinda megum við því ekki rasa um ráð fram. Við megum ekki framkvæma framkvæmdanna vegna. Þegar við ráðumst í slíkar stórframkvæmdir verður að vera tryggt eins og hægt er að þær skili okkur ávinningi til lengri tíma. Hvaðan á orkan að koma í framkvæmdirnar, hvaða verð er greitt fyrir hana og hvaða fórnir á að færa? Í raun höfum við alls ekki unnið heimavinnuna okkar í þessum efnum sem er slæmt því einmitt nú gæti verið svo mikilvægt að skapa störf í tengslum við slíkar framkvæmdir.
Virkjunarframkvæmdum fylgja mikil og óafturkræf áhrif á náttúru landsins og við getum ekki fórnað þeim verðmætum til þess eins að skapa fáein störf í tvö til þrjú ár. Ef færa þarf slíkar fórnir verðum við að horfa til lengri framtíðar. Við verðum því að skapa einhverja heildar stefnu um nýtingu og verndun áður en lengra er haldið á þessari braut. Við verðum að vega og meta þá virkjunarkosti sem bjóðast og friða einstök svæði. Þegar þeirri vinnu er lokið þá höfum við í höndum hvaða kosti við viljum nýta og hvaða orku þær virkjanir koma til með að gefa. Í framhaldi af því þarf að taka ákvarðanir um hvernig sú orka nýtist sem best til að skapa hér velsæld til lengri tíma.
Í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar segir eftirfarandi: Allar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framselja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.
Í þessu felst sú sanngjarna krafa um að við Íslendingar verðum sjálf að hafa yfirráð yfir okkar auðlindum. Eins verður það að vera hafið yfir allan vafa að gætt sé að eðlilegum arðsemiskröfum. Yfirráð yfir náttúruauðlindum má því aldrei verða skiptimynt í þeim hremmingum sem við stöndum nú frammi fyrir. Við verðum að krefjast þess að þessi réttláta stefna verði ofaná þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda, hvort sem það tengist landbúnaði, sjávarútvegi eða orkunýtingu. Við verðum að umgangast þessar auðlindir af virðingu og forðast sjónarmið rányrkju og skyndigróða. Aðeins þannig geta þessar auðlindir verið sú lyftistöng fyrir okkar efnahagslíf sem við þörfnumst svo mjög nú á tímum.
22.2.2009 | 17:53
Þolinmóð þjóð Íslendingar
Í raun er ótrúlegt að þessir skúrkar sem einu nafni eru kallaðir útrásarvíkingar er hér enn í fyrirtækjarekstri og geta jafnvel gengið óáreittir um götur bæjarins. Við getum verið þolinmóð þjóð Íslendingar sem er auðvitað ágætt.
En Atli var flottur í Silfrinu.
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 22:26
Hvalveiðar
Vond stjórnsýsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2009 kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2009 | 20:46
Nýja ríkisstjórnin og gagnrýni.
Ég hef kosið báða þá flokka sem mynda þessa ríkisstjórn. Núna í seinni tíð þó verið á bandi VG. Það er margt sem ég sé að þessi ríkisstjórn er að gera til bóta en auðvitað getur hún ekki gert kraftaverk. En þessi ríkisstjórn þarf þó aðhald og réttláta gagnrýni rétt eins og öll stjórnvöld allra tíma.
Mér finnst eiginlega hálf pínlegt að sjá hvernig sumt fólk hér á blogginu hefur umturnast. Ekki síst félagar mínir í VG. Síðasta ríkisstjórn var alslæm og sú nýja algóð. Auðvitað er þetta ekki svo. Kannski er það líka svona afstaða sem hinn almenni kjósandi er þreyttur á? Kannski er það vegna svona afstöðu sem fólk hefur misst trú á flokkakerfinu?
Ég fagna því að VG skuli vera komin í ríkisstjórn og held að það sé til mikilla bóta. En mér dettur ekki í hug að þeirra verk verði hafin yfir alla gagnrýni. Og ekki bara það. Þessari ríkisstjórn er nauðsynlegt að fá aðhald og gagnrýni til að endurvekja trú fólks á stjórnvöldum. Þessi ríkisstjórn verður að bragðast vel og án hroka við slíkri gagnrýni og umfram allt að forðast að vekja falsvonir hjá fólki með loforðum sem þau geta ekki staðið við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 12:02
Þjóð eða ekki þjóð
Nú eru að fæðast nýjar hugmyndir um hvernig lýðræði verði endurvakið á Íslandi. Spurningin er ekki hvort gerðar verða grundvallar breytingar í íslensku stjórnkerfi og flokkakerfi heldur hvernig og hvenær. ´
Nú dugir heldur ekki lengur það eitt að hrókera í ráðherrastólum. Jafnvel það að kjósa í vor dugir ekki því það festir einungis úrelt og spillt stjórnkerfi í sessi. Krafan er að ríkisstjórnin víki tafarlaust og skipuð verði þjóðstjórn sem hefur það hlutverk að endurnýja traust þjóðarinnar á stjórnkerfinu og leggja grunn að nýju lýðræði og nýrri stjórnarskrá.
Verður það þjóðin sem mætir á Borgarafund eða þverskurður hennar? Það held ég reyndar. Það skiptir kannski ekki ekki öllu máli lengur. Þjóðin vill breytingar og spurningin er því hvort stjórnmálaflokkarnir og formenn þeirra vilja eiga samleið með þjóðinni? Því svo mikið er víst að þeir eru ekki þjóðin.
Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2009 | 23:30
Stofnum þverpólitísk samtök um hugmynd Njarðar.
Njörður segir:
Þjóðin getur kannski farið að neita að hlýða stjórnvöldum. Hvað gerist þá? Þá verður hér önþveiti og glundroði, sem getur verið farvegur fyrir lýðskrumara. Ég held að réttast væri að leysa þingið upp, ríkisstjórnin leggði niður völd og skipuð yrði neyðarstjórn til bráðabirgða, 12-16 mánaða.
Nú þurfum við að stofna þverpólitísk samtök um þessa hugmynd. Loksins er von.
Það var mikið ævintýri að fá að taka þátt í þessari kosningabaráttu. En það ævintýri er rétt að byrja. Ég hef þá trú að Borgarahreyfingin og þessir fjórir fulltrúar á þingi, muni breyta íslenskri pólitík til frambúðar.
Héðan í frá mun enginn flokkur eða stjórnmálamaður að dirfast að taka þátt í þessháttar spillingu sem til þessa hefur ekki verið undantekning heldur regla. Héðan í í frá mun alþingi ekki leyfast að setja sig á háan hest gagnvart þjóðinni heldur vinna fyrir þjóðina. Hér eftir verða önnur vinnubrögð þar sem hagsmunir heildarinnar verða ofar sérhagsmunum.
Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra í Margréti Tryggvadóttur á Rás 2 í gær þar sem hún biðlaði til nýrra þingmanna að taka þátt í því með Borgarahreyfingunni að breyta vinnubrögðum á Alþingi. Ég hef trú á að sú verði raunin.
Verkefnin eru ærin nú framunda. Eitt er að breyta vinnubrögðum og það er mikilvægt. En nú þarf líka að fara að huga að skjaldborginni frægu. Vona að þing verði kallað sem fyrst saman svo okkar fólk geti hellt sér í þessi mikilvægu verkefni.